Jólakveðja frá bæjarstjóra

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs

Kæru íbúar.

Árið sem nú er senn á enda hefur verið gott ár í Kópavogi. Verkefni sveitarfélags eru mjög fjölbreytt en við höfum tekist vel á við þau hér í bænum og ég veit að íbúar finna að hér er gott að búa. Við eigum frábæra skóla og leikskóla, rekum öfluga velferðarþjónustu, hlúum vel að umhverfi, íþróttastarfi og rekum metnaðarfullar menningarstofnanir.

Í vor var vígt íþróttahús við Vatnsendaskóla. Byggingin var langþráð en nú er bæði íþróttaaðstaða nemenda í skólanum til fyrirmyndar og Gerpla hefur fengið húsnæði sem hentar hópfimleikum félagsins. Þá höfum við hafist handa við að byggja hús fyrir Skólahljómsveit Kópavogs og undirbúningur að sambyggðum leik- og grunnskóla á Kársnesi gengur vel. 

Unnið er að skóla- og leikskólalóðum í samræmi við áætlanir auk þess sem íbúar hafa sjálfir valið að forgangsraða endurbótum í kringum skóla og leikskóla í gegnum íbúaverkefnið Okkar Kópavog. Skólastarfinu er sinnt af alúð og þar er markmiðið að vera ávallt í fremstu röð.

Kópavogur er íþróttabær. Við eigum öflug íþróttafélög og hugsum vel um aðbúnað þeirra. Aðstaðan í Kórnum batnar enn með endurbótum á knattspyrnuvelli við Kórinn og þá er hafin endurnýjun á Kópavogsvelli. Sundlaugarnar okkar eru fjölsóttar sem fyrr og sönn ánægja að benda á að við gerð fjárhagsáætlunar var samþykkt að það yrði frítt í þær fyrir yngri en 18 ára.

Á sviði velferðarmála hefur bærinn leitast við að vera framarlega og sinna þeim verkefnum sem eru á forræði sveitarfélagsins af metnaði.

Ég get ekki látið hjá líða að minnast á öflugt menningarlíf í Kópavogi. Bærinn rekur menningarhús sem verða öflugri með hverju árinu sem líður. Fjölmargir viðburðir eru í húsunum í hverri viku, fjöldi skólabarna sækir þau heim og njóta þannig góðs af menningarbrag sveitarfélagsins.

Undirstaðan að fjölbreyttri og öflugri þjónustu sveitarfélagsins, fallegu umhverfi og nýjum tækifærum er góður rekstur. Þar höfum við staðið okkur vel síðustu ár og stefnan er að svo verði áfram. Það eru mörg tækifæri í Kópavogi, íbúum heldur áfram að fjölga enda hefur verið hér stöðug uppbygging á þéttingarsvæðum um árabil. 

Talandi um stefnu þá er mikilvægt að bæjarstjórn hafi skýra sýn svo við getum haldið okkar striki og gert enn betur. Frá árinu 2016 hefur bæjarstjórn Kópavogs unnið að heildarstefnumótun bæjarins. Í stefnu bæjarstjórnar Kópavogs er fjallað um hlutverk, framtíðarsýn og gildi bæjarins um leið og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru höfð að leiðarljósi. 

Ég óska íbúum Kópavogs þess að þeir eigi góðar stundir yfir hátíðarnar um  leið og ég óska öllum velfarnaðar og þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar