Jólakveðja frá bæjarstjóra

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs

Kæru íbúar.

Árið sem nú er senn á enda hefur verið gott ár í Kópavogi. Verkefni sveitarfélags eru mjög fjölbreytt en við höfum tekist vel á við þau hér í bænum og ég veit að íbúar finna að hér er gott að búa. Við eigum frábæra skóla og leikskóla, rekum öfluga velferðarþjónustu, hlúum vel að umhverfi, íþróttastarfi og rekum metnaðarfullar menningarstofnanir.

Í vor var vígt íþróttahús við Vatnsendaskóla. Byggingin var langþráð en nú er bæði íþróttaaðstaða nemenda í skólanum til fyrirmyndar og Gerpla hefur fengið húsnæði sem hentar hópfimleikum félagsins. Þá höfum við hafist handa við að byggja hús fyrir Skólahljómsveit Kópavogs og undirbúningur að sambyggðum leik- og grunnskóla á Kársnesi gengur vel. 

Unnið er að skóla- og leikskólalóðum í samræmi við áætlanir auk þess sem íbúar hafa sjálfir valið að forgangsraða endurbótum í kringum skóla og leikskóla í gegnum íbúaverkefnið Okkar Kópavog. Skólastarfinu er sinnt af alúð og þar er markmiðið að vera ávallt í fremstu röð.

Kópavogur er íþróttabær. Við eigum öflug íþróttafélög og hugsum vel um aðbúnað þeirra. Aðstaðan í Kórnum batnar enn með endurbótum á knattspyrnuvelli við Kórinn og þá er hafin endurnýjun á Kópavogsvelli. Sundlaugarnar okkar eru fjölsóttar sem fyrr og sönn ánægja að benda á að við gerð fjárhagsáætlunar var samþykkt að það yrði frítt í þær fyrir yngri en 18 ára.

Á sviði velferðarmála hefur bærinn leitast við að vera framarlega og sinna þeim verkefnum sem eru á forræði sveitarfélagsins af metnaði.

Ég get ekki látið hjá líða að minnast á öflugt menningarlíf í Kópavogi. Bærinn rekur menningarhús sem verða öflugri með hverju árinu sem líður. Fjölmargir viðburðir eru í húsunum í hverri viku, fjöldi skólabarna sækir þau heim og njóta þannig góðs af menningarbrag sveitarfélagsins.

Undirstaðan að fjölbreyttri og öflugri þjónustu sveitarfélagsins, fallegu umhverfi og nýjum tækifærum er góður rekstur. Þar höfum við staðið okkur vel síðustu ár og stefnan er að svo verði áfram. Það eru mörg tækifæri í Kópavogi, íbúum heldur áfram að fjölga enda hefur verið hér stöðug uppbygging á þéttingarsvæðum um árabil. 

Talandi um stefnu þá er mikilvægt að bæjarstjórn hafi skýra sýn svo við getum haldið okkar striki og gert enn betur. Frá árinu 2016 hefur bæjarstjórn Kópavogs unnið að heildarstefnumótun bæjarins. Í stefnu bæjarstjórnar Kópavogs er fjallað um hlutverk, framtíðarsýn og gildi bæjarins um leið og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru höfð að leiðarljósi. 

Ég óska íbúum Kópavogs þess að þeir eigi góðar stundir yfir hátíðarnar um  leið og ég óska öllum velfarnaðar og þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Jói á hjólinu
Kópavogur skjaldamerki
Bjarni Sigurbjörnsson
sidasti_2_1-1
20140608130712!Land_Ho!_poster
Balletskóli
1456047_10201951190448970_916987015_n
Ólympíudagurinn 23. júní 2014 010
DJI_0335