• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Jólakveðja frá bæjarstjóra

Jólakveðja frá bæjarstjóra
ritstjorn
23/12/2016

Fyrsta verkefnið úr verkefninu Okkar Kópavogur tekið í notkun. María Maríusdóttir hugmyndasmiður, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

Kæru Kópavogsbúar.

Nú þegar árið er að renna sitt skeið á enda er við hæfi að líta um öxl. Árið 2016 hefur verið gott ár hjá Kópavogsbæ. Verkefnin eru fjölmörg hjá svo stóru sveitarfélagi og margt sem kemur fram í málefnasamningi Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins sem birtist í verkefnum ársins.

Starf leik- og grunnskóla í bænum er til mikillar fyrirmyndar, þar ríkir metnaður og framsækni. Innleiðing spjaldtölva í starf grunnskóla sem hélt áfram á árinu er dæmi um verkefni sem eftir er tekið alls staðar á landinu og börn í Kópavogi njóta góðs af. Þá er unnið markvisst að endurbótum leikskólalóða undir vinnuheitinu „skemmtilegri leikskólalóðir“ þar sem gerðar eru gagngerar endurbætur á þeim lóðum sem elstar eru.

Á þessu ári var ýtt úr vör lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Í því kölluðum við eftir hugmyndum að verkefnum í bænum frá íbúum. Um 400 hugmyndir bárust og var kosið á milli 100 þeirra í íbúakosningum í haust. Þrjátíu og fimm hugmyndum verður hrint í framkvæmd og er þegar lokið við nokkrar þeirra. Það var mjög ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga sem bæjarbúar sýndu þessu verkefni og endurbótum í bænum um leið.

Kópavogsbúar eru nú ríflega 35 þúsund talsins. Fjölgunin er hröð enda bærinn miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og hér er alla þjónustu að finna. Mikilvæg samgöngubót varð í bæjarfélaginu í haust þegar Arnarnesvegur milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar opnaði.

Uppbyggingaráform á Kársnesi hafa vakið mikla athygli en vestast á nesinu stendur til að reisa blandaða byggð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í tengslum við byggingu brúar yfir Fossvog. Meðal annarra þéttingarsvæða má nefna Glaðheimar þar sem framkvæmdir eru hafnar og svæðið sunnan Smáralindar þar hefjast framkvæmdir innan tíðar.

Kópavogsbær leggur áherslu á að umgjörð þeirra sem í bænum búa og starfa sé góð. Lögð er áhersla á góða þjónustu í okkar stofnunum og á góðan rekstur bæjarfélagsins. Ársreikningar og fjárhagsáætlanir undanfarinna ára endurspegla þetta, vel gengur að greiða niður skuldir þó að verið sé að byggja upp um leið.

Nýmæli er að íbúar geta rýnt nákvæmlega í hvað peningum bæjarfélagsins er varið þar sem bókhald bæjarins var opnað í gegnum heimasíðuna; Kopavogur.is nú í haust. Þar má skoða öll viðskipti bæjarins niður á einstaka lánadrottna. Hér tók bæjarfélagið forystu á meðal opinberra aðila á landinu. Reykjavík fylgdi í kjölfarið og búast má við að fleiri opinberir aðilar fari þessa leið sem er lykilatriði í gagnsærri stjórnsýslu.

Loks má minna á að bæjarskrifstofur Kópavogs flytja á næsta ári úr Fannborg á Digranesveg 1. Hluti flytur þegar í janúar en aðrir síðar á árinu. Við sem störfum á bæjarskrifstofunum hlökkum til að taka á móti bæjarbúum á nýjum stað.

Gleðilega hátíð.

Efnisorðaðsentbæjarstjóriefst á baugijólakveðja
Aðsent
23/12/2016
ritstjorn

Efnisorðaðsentbæjarstjóriefst á baugijólakveðja

Meira

  • Lesa meira
    Tökum þátt

    Um þessar mundir gefst þér kostur á aðkomu að tveimur málum í gegnum lýðræðis- og samráðsvettvang Kópavogs:...

    ritstjorn 21/09/2019
  • Lesa meira
    Skógræktarsvæði til kolefnisjöfnunar fyrir þig

    Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í liðinni viku að bæjarráð Kópavogs samþykkti hugmynd mína um að...

    ritstjorn 20/09/2019
  • Lesa meira
    Loftslagsbreytingar eru helsta vá okkar tíma

    Loks innleiðir Kópavogur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum. Á nýlegum fundi bæjarráðs var ákveðið að...

    ritstjorn 08/06/2019
  • Lesa meira
    Móttaka nemenda með annað móðurmál en íslensku

    Það er okkur öllum ljóst að íslenskt samfélag og hefur gjörbreyst undanfarin ár. Hér eru margbreytileg þjóðarbrot...

    ritstjorn 07/04/2019
  • Lesa meira
    Að þiggja hjálp

    Predikun sr. Sunnu Dóru Möller, sóknarprests í Hjallakirkju þann 20. janúar hefur vakið mikla athygli. Við fengum...

    ritstjorn 26/01/2019
  • Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Mynd: Alþingisvefurinn.
    Lesa meira
    Umhverfisvænna og manneskjuvænna nýtt ár

    Um áramót lítum við flest um öxl og förum yfir hvað var gott á árinu og hvað...

    ritstjorn 12/01/2019
  • Lesa meira
    Helmingum flugeldana núna

    Síðustu áramót var sett óformlegt Evrópumet í svifryki í Dalsmáranum þegar styrkur svifryks (PM10) í andrúmslofti var...

    ritstjorn 31/12/2018
  • Lesa meira
    Ljós, líf og kærleikur

    Kirkja Wilhjálms keisara í Berlín í Þýskalandi var sprengd upp að stærstum hluta í seinni heimstyrjöldinni. Sá...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Jólakveðja frá bæjarstjóra

    Kæru íbúar. Árið sem nú er senn á enda hefur verið gott ár í Kópavogi. Verkefni sveitarfélags eru...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Lýðheilsa og íbúalýðræði í fjárhagsáætlun 2019

    Lýðheilsa er eins og jarðvegurinn undir fótum okkar og er undirstaða í velgengni okkar og líðan. Á...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Vaktin fullmönnuð

    Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins fullyrðir Margrét Júlía Rafnsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna að enginn standi vaktina í...

    ritstjorn 29/12/2018
  • Lesa meira
    Píratar standa vaktina í umhverfismálum í Kópavogi

    -Svar við aðsendri grein Í síðasta tölublaði Kópavogsblaðsins birtist grein Margrétar Júlíu, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi. Yfirskriftin...

    ritstjorn 29/12/2018
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • 50 ár hjá BYKO
    Fréttir29/08/2019
  • Kópavogsbúi og Þingeyingur greina ljósmynir úr sögu Kópavogs
    Fréttir21/09/2019
  • Einstök innsýn í innra líf manneskju í geðrofi
    Menning21/08/2019
  • Vináttuganga í Kópavogi
    Fréttir14/11/2019
  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

© 2019 Kópavogsblaðið slf.