Jólakveðja

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi.
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi.

Jólin eru í hugum flestra hátíð ljóssins. Skammdegið lætur smátt og smátt undan með hækkandi sól og við vitum og finnum að hringrás náttúrunnar heldur áfram. Á þessu hausti höfum við upplifað margt óvenjulegt. Kosningar að hausti, forsetakosningar í sumar, óvenjuleg hlýindi hér innanlands og breytingar í heimsmálum sem okkur óraði ekki fyrir. Á árinu tók Kópavogur á móti flóttamönnum frá Sýrlandi, fólki sem hefur upplifað hörmungar og erfiðleika sem við hinir Kópavogsbúarnir þekkjum flest aðeins af afspurn. Þó að kosningar á landsvísu hafi í raun ekki leitt til neinnar niðurstöðu hvað varðar stjórn landsins þá þarf samt að stjórna og taka ákvarðanir. Þetta á við bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum. Í Kópavogi höfum við borið gæfu til þess flest árin frá Hruni að gera fjárhagsáætlun í samvinnu allra flokka, og þannig sýnt sjálfum okkur og vonandi bæjarbúum að það er vel hægt. Það fá ekki allir allt sem þeir vilja, en menn ná lendingum sem allir geta sætt sig við. Þannig ganga hlutirnir líka fyrir sig í lífinu. Við fáum hugmyndir og höfum langanir um hvernig við vildum helst hafa hlutina en raunveruleikinn er oftast einhvers konar málamiðlun frá ýtrustu kröfum og væntingum. Þrátt fyrir að fólk geti náð málamiðlunum þýðir það ekki að það sé sammála um alla hluti, hvað þá að það hafi sömu skoðanir á stjórnmálum. Í því felst hins vegar skilningur á því að bestu lendingar í málum fást oftast þegar margir koma að þeim og öll sjónarmið hafa verið viðruð. Jólin eru sá árstími sem við eigum að hugsa til þeirra sem búa við erfiðan kost, þeirra sem við getum rétt hjálparhönd. Tími þegar við stöldrum við og þökkum fyrir það sem við höfum. Látum anda jólanna smita út frá okkur, til fólksins okkar, nágranna og samfélagsins alls.

Kæru Kópavogsbúar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar