Jólasmiðjur og tónleikar í menningarhúsum Kópavogsbæjar

Aðventuhátíð Kópavogsbæjar í ár var ein sú jólalegasta sem haldin hefur verið. Nóg er um að vera í Menningarhúsunum á aðventunni.

Menningarhúsin í Kópavogi iða af lífi á aðventunni og eru ókeypis jólalistasmiðjur og tónleikar í Bókasafni Kópavogs og Gerðarsafni, listasafni Kópavogs.

Hin árlega jólalistasmiðja fer fram í Bókasafni Kópavogs, laugardaginn 12. Desember, frá kl. 13 til 16:30 Í Kórnum í fyrstu hæð safnsins og á hverjum miðvikudegi spila nemendur Tónlistarskóla Kópavogs jólalög á annarri hæð bókasasafnsins kl. 16:30.

Alla aðventuna er   jólakortasmiðja í Gerðarsafni  á fyrstu hæð listasafnsins þar sem gestir og gangandi geta búið til sín eigin jólakort. Uppbókað er í námskeið Gerðarsafns í teikningu og bókagerð laugardaginn 12. desember.

Í Gerðarsafni hefur verið opnaður veitingastaðurinn Garðskálinn en opnunartími er frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Þá er safnið lokað.

Í Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er í sama húsnæði og bókasafnið hafa dýrin klæðst í sitt fínasta púss og í Salnum eru fjölmargir jólatónleikar á aðventunni en nánari upplýsingar eru á vef Salarins, salurinn.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar