Jólasmiðjur og tónleikar í menningarhúsum Kópavogsbæjar

Aðventuhátíð Kópavogsbæjar í ár var ein sú jólalegasta sem haldin hefur verið. Nóg er um að vera í Menningarhúsunum á aðventunni.

Menningarhúsin í Kópavogi iða af lífi á aðventunni og eru ókeypis jólalistasmiðjur og tónleikar í Bókasafni Kópavogs og Gerðarsafni, listasafni Kópavogs.

Hin árlega jólalistasmiðja fer fram í Bókasafni Kópavogs, laugardaginn 12. Desember, frá kl. 13 til 16:30 Í Kórnum í fyrstu hæð safnsins og á hverjum miðvikudegi spila nemendur Tónlistarskóla Kópavogs jólalög á annarri hæð bókasasafnsins kl. 16:30.

Alla aðventuna er   jólakortasmiðja í Gerðarsafni  á fyrstu hæð listasafnsins þar sem gestir og gangandi geta búið til sín eigin jólakort. Uppbókað er í námskeið Gerðarsafns í teikningu og bókagerð laugardaginn 12. desember.

Í Gerðarsafni hefur verið opnaður veitingastaðurinn Garðskálinn en opnunartími er frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Þá er safnið lokað.

Í Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er í sama húsnæði og bókasafnið hafa dýrin klæðst í sitt fínasta púss og í Salnum eru fjölmargir jólatónleikar á aðventunni en nánari upplýsingar eru á vef Salarins, salurinn.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,