Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00.

Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar Björn Jónsson. Gunnar Björn nam sönglistina í söngskóla Sigurðar Demetz þar sem kennari hans var Kristján Jóhannsson. Eftir útskrift  hélt hann til frekara náms í  Milanó á Ítalíu. Gunnar Björn hefur sungið víða, hér heima og erlendis, unnið til verðlauna og sungið lykilhlutverk í óperum sem og tekið þátt í ýmsum viðburðum víða um heim, svo sem gjörningum Ragnars Kjartanssonar.

Söngstjóri kórsins, til farsælla tíu ára, er Friðrik S. Kristinsson. Í forföllum Friðriks mun Lenka Mátéová stjórna kórnum á tónleikunum. Meðleikari  er  Peter Maté og trompetleikarar eru Grímur Sigurðsson og Kristján Hermannsson.  

Samkór Kópavogs hefur  starfað nær óslitið í Kópvogi frá árinu 1966. Jan Morávek stofnaði kórinn ásamt nokkrum sönglöðum Kópavogsbúum. Allt frá stofnun hefur kórinn verið sterkur hlekkur í menningarlífi bæjarins. Auk  þess að halda reglulega tónleika hefur kórinn haldið í fjölda söngferða, bæði innan – og utanlands.

Núverandi formaður kórsins er Sigríður V.  Finnsdóttir.  Kórfélagar eru nú um 50 talsins.

Kórinn æfir í Digraneskirkju á mánudagskvöldum. Samkórinn getur ávallt  bætt við sig góðu söngfólki og hvetur áhugasama að hafa samband við formann eða með því að senda töluvpóst á samkor@samkor.is Heimasíða kórins er www.samkor.is  og kórinn má einnig finna á Facebook.

Samkórinn býður bæjarbúum sem og öðrum innilega velkomin á tónleikana. Yfirskrift tónleikanna  er FRIÐARJÓL. Á þessum tímum hamfara og stríðsátaka vill kórinn hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og mikilvægis friðar og mannúðar. Efnisskrá tónleikanna er við allra hæfi, þekkt og falleg aðventu – og jólalög.

Miðaverð er kr. 3.500. Miðasala er hjá kórfélögum og við innganginn. Einnig er hægt að láta  taka frá miða með því að senda tölvupóst á samkor@samkor.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Unknown-7
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Unknown-3-1
Samband íslenskra sveitarfélaga
1-16
Karen E. Halldórsdóttir.
Mulalind2_1
Teitur Atlason
ormadagar32014