Spáð kolvitlausu veðri í kvöld. Jólatréð á Hálsatorgi haggast ekki.

Á meðan jólatré ónefnds nágrannasveitarfélags fýkur og brotnar í örlitlu roki haggast ekki jólatré okkar Kópavogsbúa á Hálsatorgi. Það á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og er alvant skítaveðri. Það er líka vandlega fest niður af starfsmönnum bæjarins sem lagt hafa á sig töluverða fyrirhöfn við að festa niður jólaskraut og jólatré í Kópavogi að undanförnu. Og ekki vanþörf á því enn er spáð ömurlegu veðri, nú frá Grænlandshafi. Þaðan kemur kröpp lægð í nótt. Veðurstofan spáir hvassviðri af suðaustri og snjókomu sunnan og vestanlands í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun spá þeir 18-23 m/s sunnan og vestanlands með talsverðri snjókomu.

Þetta jólatré er ekki að fara neitt.
Þetta jólatré er ekki að fara neitt.

En stuðið er ekki alveg búið því annað kvöld á hann að snúast í suðvestan 8-15 m/s með éljagangi. Gert er ráð fyrir mjög slæmu ferðaveðri í Kópavoginum á morgun eins og víðast hvar um sunnan- og vestanvert landið.

Það er því rétt að negla niður jólaskraut og athuga aftur hvort jólatréð á Hálsatorgi sé ekki örugglega ennþá á sínum stað.

Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.
Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn