Spáð kolvitlausu veðri í kvöld. Jólatréð á Hálsatorgi haggast ekki.

Á meðan jólatré ónefnds nágrannasveitarfélags fýkur og brotnar í örlitlu roki haggast ekki jólatré okkar Kópavogsbúa á Hálsatorgi. Það á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og er alvant skítaveðri. Það er líka vandlega fest niður af starfsmönnum bæjarins sem lagt hafa á sig töluverða fyrirhöfn við að festa niður jólaskraut og jólatré í Kópavogi að undanförnu. Og ekki vanþörf á því enn er spáð ömurlegu veðri, nú frá Grænlandshafi. Þaðan kemur kröpp lægð í nótt. Veðurstofan spáir hvassviðri af suðaustri og snjókomu sunnan og vestanlands í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun spá þeir 18-23 m/s sunnan og vestanlands með talsverðri snjókomu.

Þetta jólatré er ekki að fara neitt.
Þetta jólatré er ekki að fara neitt.

En stuðið er ekki alveg búið því annað kvöld á hann að snúast í suðvestan 8-15 m/s með éljagangi. Gert er ráð fyrir mjög slæmu ferðaveðri í Kópavoginum á morgun eins og víðast hvar um sunnan- og vestanvert landið.

Það er því rétt að negla niður jólaskraut og athuga aftur hvort jólatréð á Hálsatorgi sé ekki örugglega ennþá á sínum stað.

Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.
Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Fræðsluganga
Efstu-3
Syslumadur
HK 5. flokkur
1456047_10201951190448970_916987015_n
Salalaug
Guðrún Snorradóttir, formaður íbúasamtaka Engihjalla.
sms
raudikrossinn