Spáð kolvitlausu veðri í kvöld. Jólatréð á Hálsatorgi haggast ekki.

Á meðan jólatré ónefnds nágrannasveitarfélags fýkur og brotnar í örlitlu roki haggast ekki jólatré okkar Kópavogsbúa á Hálsatorgi. Það á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og er alvant skítaveðri. Það er líka vandlega fest niður af starfsmönnum bæjarins sem lagt hafa á sig töluverða fyrirhöfn við að festa niður jólaskraut og jólatré í Kópavogi að undanförnu. Og ekki vanþörf á því enn er spáð ömurlegu veðri, nú frá Grænlandshafi. Þaðan kemur kröpp lægð í nótt. Veðurstofan spáir hvassviðri af suðaustri og snjókomu sunnan og vestanlands í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun spá þeir 18-23 m/s sunnan og vestanlands með talsverðri snjókomu.

Þetta jólatré er ekki að fara neitt.
Þetta jólatré er ekki að fara neitt.

En stuðið er ekki alveg búið því annað kvöld á hann að snúast í suðvestan 8-15 m/s með éljagangi. Gert er ráð fyrir mjög slæmu ferðaveðri í Kópavoginum á morgun eins og víðast hvar um sunnan- og vestanvert landið.

Það er því rétt að negla niður jólaskraut og athuga aftur hvort jólatréð á Hálsatorgi sé ekki örugglega ennþá á sínum stað.

Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.
Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,