Spáð kolvitlausu veðri í kvöld. Jólatréð á Hálsatorgi haggast ekki.

Á meðan jólatré ónefnds nágrannasveitarfélags fýkur og brotnar í örlitlu roki haggast ekki jólatré okkar Kópavogsbúa á Hálsatorgi. Það á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og er alvant skítaveðri. Það er líka vandlega fest niður af starfsmönnum bæjarins sem lagt hafa á sig töluverða fyrirhöfn við að festa niður jólaskraut og jólatré í Kópavogi að undanförnu. Og ekki vanþörf á því enn er spáð ömurlegu veðri, nú frá Grænlandshafi. Þaðan kemur kröpp lægð í nótt. Veðurstofan spáir hvassviðri af suðaustri og snjókomu sunnan og vestanlands í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun spá þeir 18-23 m/s sunnan og vestanlands með talsverðri snjókomu.

Þetta jólatré er ekki að fara neitt.
Þetta jólatré er ekki að fara neitt.

En stuðið er ekki alveg búið því annað kvöld á hann að snúast í suðvestan 8-15 m/s með éljagangi. Gert er ráð fyrir mjög slæmu ferðaveðri í Kópavoginum á morgun eins og víðast hvar um sunnan- og vestanvert landið.

Það er því rétt að negla niður jólaskraut og athuga aftur hvort jólatréð á Hálsatorgi sé ekki örugglega ennþá á sínum stað.

Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.
Tomas gengur úr skugga um að jólatré í eigu bæjarins fjúki ekki á haf út í nótt.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar