Jón Margeir Sverrisson sigraði 23. Þorláksmessusundið

jon margeir
Jón Margeir Sverrisson.

23. Þorláksmessusundið var haldið í Kópavogslauginni. Metþátttaka var en 62 sundmenn kláruðu sundið að þessu sinni.  Jón Margeir Sverrisson var á besta tímanum 17:54 sem er jafnframt langbesti tími sem náðst hefur í Þorláksmessusundinu sem er 1500 metrar. Jón Margeir sem valinn var íþróttakarl Kópavogs 2012 er einn besti sundmaður landsins og keppti á Ólympíuleikunum 2012 í London.  Besta tíma í kvennaflokki að þessu sinni átti Guðlaug Þóra Marínósdóttir 22:29 en Guðlaug var fimmta í mark. Annar karl var Steinn Jóhannsson og þriðji Ragnar Viktor Hilmarsson. Önnur kona varð Sigríður Lára Guðmundsdóttir og þriðja Helga Sigurðardóttir. Öll stóra útilaugin  var undirlögð þar sem allir keppa í einu, um 7 manns á hverri braut.  Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára.  Einnig mættu til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í Ólympískri þríþraut.  Meðalaldur keppenda í ár var um 45 ára.

thorlaksmessusund

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í