Jón Margeir Sverrisson sigraði 23. Þorláksmessusundið

jon margeir
Jón Margeir Sverrisson.

23. Þorláksmessusundið var haldið í Kópavogslauginni. Metþátttaka var en 62 sundmenn kláruðu sundið að þessu sinni.  Jón Margeir Sverrisson var á besta tímanum 17:54 sem er jafnframt langbesti tími sem náðst hefur í Þorláksmessusundinu sem er 1500 metrar. Jón Margeir sem valinn var íþróttakarl Kópavogs 2012 er einn besti sundmaður landsins og keppti á Ólympíuleikunum 2012 í London.  Besta tíma í kvennaflokki að þessu sinni átti Guðlaug Þóra Marínósdóttir 22:29 en Guðlaug var fimmta í mark. Annar karl var Steinn Jóhannsson og þriðji Ragnar Viktor Hilmarsson. Önnur kona varð Sigríður Lára Guðmundsdóttir og þriðja Helga Sigurðardóttir. Öll stóra útilaugin  var undirlögð þar sem allir keppa í einu, um 7 manns á hverri braut.  Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára.  Einnig mættu til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í Ólympískri þríþraut.  Meðalaldur keppenda í ár var um 45 ára.

thorlaksmessusund

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að