Jón Margeir Sverrisson sigraði 23. Þorláksmessusundið

jon margeir
Jón Margeir Sverrisson.

23. Þorláksmessusundið var haldið í Kópavogslauginni. Metþátttaka var en 62 sundmenn kláruðu sundið að þessu sinni.  Jón Margeir Sverrisson var á besta tímanum 17:54 sem er jafnframt langbesti tími sem náðst hefur í Þorláksmessusundinu sem er 1500 metrar. Jón Margeir sem valinn var íþróttakarl Kópavogs 2012 er einn besti sundmaður landsins og keppti á Ólympíuleikunum 2012 í London.  Besta tíma í kvennaflokki að þessu sinni átti Guðlaug Þóra Marínósdóttir 22:29 en Guðlaug var fimmta í mark. Annar karl var Steinn Jóhannsson og þriðji Ragnar Viktor Hilmarsson. Önnur kona varð Sigríður Lára Guðmundsdóttir og þriðja Helga Sigurðardóttir. Öll stóra útilaugin  var undirlögð þar sem allir keppa í einu, um 7 manns á hverri braut.  Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára.  Einnig mættu til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í Ólympískri þríþraut.  Meðalaldur keppenda í ár var um 45 ára.

thorlaksmessusund

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð