Jón Margeir Sverrisson sigraði 23. Þorláksmessusundið

jon margeir
Jón Margeir Sverrisson.

23. Þorláksmessusundið var haldið í Kópavogslauginni. Metþátttaka var en 62 sundmenn kláruðu sundið að þessu sinni.  Jón Margeir Sverrisson var á besta tímanum 17:54 sem er jafnframt langbesti tími sem náðst hefur í Þorláksmessusundinu sem er 1500 metrar. Jón Margeir sem valinn var íþróttakarl Kópavogs 2012 er einn besti sundmaður landsins og keppti á Ólympíuleikunum 2012 í London.  Besta tíma í kvennaflokki að þessu sinni átti Guðlaug Þóra Marínósdóttir 22:29 en Guðlaug var fimmta í mark. Annar karl var Steinn Jóhannsson og þriðji Ragnar Viktor Hilmarsson. Önnur kona varð Sigríður Lára Guðmundsdóttir og þriðja Helga Sigurðardóttir. Öll stóra útilaugin  var undirlögð þar sem allir keppa í einu, um 7 manns á hverri braut.  Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára.  Einnig mættu til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í Ólympískri þríþraut.  Meðalaldur keppenda í ár var um 45 ára.

thorlaksmessusund

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

blafjoll
1501816_599821193417374_1456742139_n
Screenshot-2024-03-21-at-16.32.09
smari2
Forvarnarstyrkur2019
Elísabet Sveinsdóttir.
Guðmundur Andri Thorsson.
Kópavogur
Fræðsluganga