Jón Margeir Sverrisson sigraði 23. Þorláksmessusundið

jon margeir
Jón Margeir Sverrisson.

23. Þorláksmessusundið var haldið í Kópavogslauginni. Metþátttaka var en 62 sundmenn kláruðu sundið að þessu sinni.  Jón Margeir Sverrisson var á besta tímanum 17:54 sem er jafnframt langbesti tími sem náðst hefur í Þorláksmessusundinu sem er 1500 metrar. Jón Margeir sem valinn var íþróttakarl Kópavogs 2012 er einn besti sundmaður landsins og keppti á Ólympíuleikunum 2012 í London.  Besta tíma í kvennaflokki að þessu sinni átti Guðlaug Þóra Marínósdóttir 22:29 en Guðlaug var fimmta í mark. Annar karl var Steinn Jóhannsson og þriðji Ragnar Viktor Hilmarsson. Önnur kona varð Sigríður Lára Guðmundsdóttir og þriðja Helga Sigurðardóttir. Öll stóra útilaugin  var undirlögð þar sem allir keppa í einu, um 7 manns á hverri braut.  Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára.  Einnig mættu til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í Ólympískri þríþraut.  Meðalaldur keppenda í ár var um 45 ára.

thorlaksmessusund

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn