Justin Timberlake í Kórnum í sumar

Stórstirnið Justin Timberlake verður með tónleika í Kórnum, í Kópavogi, í sumar.

Justin Timberlake kemur við í Kórnum í Kópavogi í sumar á tónleikaferðalagi sínu um heiminn.
Justin Timberlake kemur við í Kórnum í Kópavogi í sumar á tónleikaferðalagi sínu um heiminn.

Kórinn í Kópavogi verður miðdepill alheimsins þann 24. ágúst, segir í tilkynningu frá Senu sem segir það sérstaka ánægju að tilkynna um komu eins vinsælasta tónlistarmanns heims. Hinn eini sanni Justin Timberlake kemur fram hérlendis sunnudaginn 24. ágúst á sannkölluðum risatónleikum, ásamt hljómsveit sinni The Tennessee Kids. Tónleikarnir verða haldnir í Kórnum í Kópavogi, sem verður þar með einn af viðkomustöðum á heimstónleikaferðalagi söngvarans.

Það er óhætt að fullyrða að Timberlake sé á hátindi ferilsins um þessar mundir, en metsöluplötur söngvarans, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2, tóku yfir vinsældalista um allan heim á síðasta ári. Nú gefst Íslendingum til að sjá og heyra Timberlake flytja tónlistina sína á stórfenglegum tónleikum.

Timberlake hefur hefur notið feiknamikillar hylli frá því seint á níunda áratugnum og er þekktur fyrir sérstaklega glæsilega tónleika. Á því verður engin ungantekning þegar hann stígur á svið í Kórnum, enda má búast við her tækni- og listamanna til landsins. Með tónleikunum verður Kórinn vígður sem tónleikastaður, en höllin er kjörinn vettvangur fyrir tónleika af þessari stærðargráðu.

Rík áhersla verður lögð á að sem minnst truflun hljótist af tónleikunum fyrir íbúa Kórahverfis sem og að aðgengi fyrir tónleikagesti verði með sem allra besta móti. Til þess að allt fari sem best fram verður umferð stjórnað í samráði við bæjaryfirvöld og lögreglu. Bílastæði fyrir tónleikagesti verða á þremur stöðum í hverfinu og stöðugar rútuferðir verða á milli bílastæða og tónleikahallarinnar fyrir gesti þennan dag. Sérstök stæði við höllina verða fyrir fatlaða og þá sem koma á reiðhjólum. Einnig verður biðstöð nálægt húsinu fyrir leigubíla.

Miðasala hefst 6. mars klukkan 10:00 á midi.is segir í tilkynningu frá Senu.

sena.is

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

saga
17juni74
cycle
Vináttuganga í Kópavogi
image
IMG_8511
Íþróttafólk Kópavogs
04_ARNTHOR1