Justin Timberlake í Kórnum í sumar

Stórstirnið Justin Timberlake verður með tónleika í Kórnum, í Kópavogi, í sumar.

Justin Timberlake kemur við í Kórnum í Kópavogi í sumar á tónleikaferðalagi sínu um heiminn.
Justin Timberlake kemur við í Kórnum í Kópavogi í sumar á tónleikaferðalagi sínu um heiminn.

Kórinn í Kópavogi verður miðdepill alheimsins þann 24. ágúst, segir í tilkynningu frá Senu sem segir það sérstaka ánægju að tilkynna um komu eins vinsælasta tónlistarmanns heims. Hinn eini sanni Justin Timberlake kemur fram hérlendis sunnudaginn 24. ágúst á sannkölluðum risatónleikum, ásamt hljómsveit sinni The Tennessee Kids. Tónleikarnir verða haldnir í Kórnum í Kópavogi, sem verður þar með einn af viðkomustöðum á heimstónleikaferðalagi söngvarans.

Það er óhætt að fullyrða að Timberlake sé á hátindi ferilsins um þessar mundir, en metsöluplötur söngvarans, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2, tóku yfir vinsældalista um allan heim á síðasta ári. Nú gefst Íslendingum til að sjá og heyra Timberlake flytja tónlistina sína á stórfenglegum tónleikum.

Timberlake hefur hefur notið feiknamikillar hylli frá því seint á níunda áratugnum og er þekktur fyrir sérstaklega glæsilega tónleika. Á því verður engin ungantekning þegar hann stígur á svið í Kórnum, enda má búast við her tækni- og listamanna til landsins. Með tónleikunum verður Kórinn vígður sem tónleikastaður, en höllin er kjörinn vettvangur fyrir tónleika af þessari stærðargráðu.

Rík áhersla verður lögð á að sem minnst truflun hljótist af tónleikunum fyrir íbúa Kórahverfis sem og að aðgengi fyrir tónleikagesti verði með sem allra besta móti. Til þess að allt fari sem best fram verður umferð stjórnað í samráði við bæjaryfirvöld og lögreglu. Bílastæði fyrir tónleikagesti verða á þremur stöðum í hverfinu og stöðugar rútuferðir verða á milli bílastæða og tónleikahallarinnar fyrir gesti þennan dag. Sérstök stæði við höllina verða fyrir fatlaða og þá sem koma á reiðhjólum. Einnig verður biðstöð nálægt húsinu fyrir leigubíla.

Miðasala hefst 6. mars klukkan 10:00 á midi.is segir í tilkynningu frá Senu.

sena.is

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á