Kæri bæjarbúi

Karen Elísabet Halldórsdóttir er bæjarfulltrúi og býður sig fram í 1.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Hvernig bæ viltu búa í og hvernig kýstu að hafa áhrif á bæinn þinn? Núna er tíminn til að velja hvernig áhrif þú vilt hafa en kosið verður í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna næsta laugardag þann 12. mars í Lindaskóla. Þar getur þú haft áhrif á hvaða bæjarfulltrúa þú vilt sjá í bæjarstjórn næstu fjögur árin.

Mitt val er að bjóða mig fram í bæjarstjórn, þar sem ég hef verið bæjarfulltrúi í átta ár og tekið þátt í miklum breytingum á ásýnd og þjónustu bæjarins. Þjónustu sem snýst um fólkið sem býr í bæjarfélaginu.

Við höfum markvisst snjallvætt þjónustu bæjarins síðustu ár og ég vil halda því áfram á hagkvæman hátt. Það er misskilningur að bæjarfélag sé eins og hver annar fyrirtækjarekstur. Við veitum samfélagslega og umhverfislega þjónustu innan sveitafélagsins. Vissulega er afar brýnt að halda vel um fjármuni bæjarbúa sem þurfa að standa undir þeirri mikilvægu þjónustu sem er jú, í þeirra þágu. Verkefni sveitafélaganna eru stór og mörg hver lögbundin eins og velferðar- og menntamál ásamt meðhöndlun úrgangs.

Velferðar- og menntamál eru fyrirferðarmikil í rekstrinum og bundin lagalegum skilyrðum og reglugerðum sem samþykkt eru á Alþingi og í ráðuneytum. Því miður er það svo að ekki fylgja alltaf fjármunir þeim samþykktum sem sveitafélögin eru samt skuldbundin að fylgja eftir. Með ráðdeild í rekstri og útsjónarsemi starfsmanna og bæjarfulltrúa í Kópavogi hefur okkur tekist mjög vel að standa undir þeim kröfum sem lagðar eru á herðar okkar.

Af öðrum verkefnum er mikilvægt að nefna að Kópavogur hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á lýðheilsu, forvarnir og hreyfingu í sínum ákvörðunum. Við viljum að fólkinu okkar líði vel í bænum og fái góða þjónustu sem nauðsynleg er til að það sé einfaldlega best að búa í Kópavogi.

Ósk mín er einföld; ég vil að bærinn sem ég ólst upp í verði áfram besti staðurinn til að búa á,  besti staðurinn til að eldast í og áfram besti staðurinn til að eiga fjölskyldu í.

Ég óska eftir þínum stuðningi í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins næsta laugardag og með því vil ég halda áfram að vinna í þágu bæjarins og íbúa.

Taktu þátt og hafðu áhrif.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem