Karatedeild Breiðabliks með 8 brons og tvö silfur á RIG

Reykjavik International Games (RIG) fór fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík. Keppt var í kata og kumite sunnudaginn 30. janúar og voru áhorfendur leyfðir en einnig var streymt frá mótinu.

Yngri Karateblikar vel stemmdir á RIG.
Eldri Karateblikar.

Fulltrúar Breiðabliks voru 17 keppendur, 3 liðsstjórar, 2 sjálfboðaliðar, 3 dómarar stóðu allir sig af stakri prýði. Uppskeran var 8 bronsverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Þeir sem fengu verðlaun voru:

Tómas Pálmar Tómasson, silfur í kata fullorðinna.

Róbert Dennis Solomon, silfur í kata pilta í flokknum Juniors.

Móey María Sigþórsdóttir McClure, brons í kata fullorðinna.

Tómas Aron Gíslason, brons í kata fullorðinna.

Samúel Týr Sigþórsson McClure, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Birgir Gauti Kristjánsson, brons í kata pilta í flokknum Cadet.

Þorgeir Atli Kárason, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Sigrún Eva Magnúsdóttir Þór, brons í kata 15 ára stúlkna.

Elísabet Inga Helgadóttir, brons í kata 15 ára stúlkna.

Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure, brons í kata 13 ára stúlkna.

Guðbjörg liðsstjóri með leikskipulagið á hreinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar