Karatedeild Breiðabliks með 8 brons og tvö silfur á RIG

Reykjavik International Games (RIG) fór fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík. Keppt var í kata og kumite sunnudaginn 30. janúar og voru áhorfendur leyfðir en einnig var streymt frá mótinu.

Yngri Karateblikar vel stemmdir á RIG.
Eldri Karateblikar.

Fulltrúar Breiðabliks voru 17 keppendur, 3 liðsstjórar, 2 sjálfboðaliðar, 3 dómarar stóðu allir sig af stakri prýði. Uppskeran var 8 bronsverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Þeir sem fengu verðlaun voru:

Tómas Pálmar Tómasson, silfur í kata fullorðinna.

Róbert Dennis Solomon, silfur í kata pilta í flokknum Juniors.

Móey María Sigþórsdóttir McClure, brons í kata fullorðinna.

Tómas Aron Gíslason, brons í kata fullorðinna.

Samúel Týr Sigþórsson McClure, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Birgir Gauti Kristjánsson, brons í kata pilta í flokknum Cadet.

Þorgeir Atli Kárason, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Sigrún Eva Magnúsdóttir Þór, brons í kata 15 ára stúlkna.

Elísabet Inga Helgadóttir, brons í kata 15 ára stúlkna.

Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure, brons í kata 13 ára stúlkna.

Guðbjörg liðsstjóri með leikskipulagið á hreinu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn