Karatedeild Breiðabliks með 8 brons og tvö silfur á RIG

Reykjavik International Games (RIG) fór fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík. Keppt var í kata og kumite sunnudaginn 30. janúar og voru áhorfendur leyfðir en einnig var streymt frá mótinu.

Yngri Karateblikar vel stemmdir á RIG.
Eldri Karateblikar.

Fulltrúar Breiðabliks voru 17 keppendur, 3 liðsstjórar, 2 sjálfboðaliðar, 3 dómarar stóðu allir sig af stakri prýði. Uppskeran var 8 bronsverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Þeir sem fengu verðlaun voru:

Tómas Pálmar Tómasson, silfur í kata fullorðinna.

Róbert Dennis Solomon, silfur í kata pilta í flokknum Juniors.

Móey María Sigþórsdóttir McClure, brons í kata fullorðinna.

Tómas Aron Gíslason, brons í kata fullorðinna.

Samúel Týr Sigþórsson McClure, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Birgir Gauti Kristjánsson, brons í kata pilta í flokknum Cadet.

Þorgeir Atli Kárason, brons í kata pilta í flokknum Juniors.

Sigrún Eva Magnúsdóttir Þór, brons í kata 15 ára stúlkna.

Elísabet Inga Helgadóttir, brons í kata 15 ára stúlkna.

Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure, brons í kata 13 ára stúlkna.

Guðbjörg liðsstjóri með leikskipulagið á hreinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,