Karen Elísabet stefnir á 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.


Karen Elísabet  sækist eftir  2. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 8.febrúar. Karen hefur verið varabæjarfulltrúi í Kópavogi undanfarin fjögur ár og er formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, en hefur einnig setið í Félagsmálaráði, Barnavernd og Skólanefnd. Frá og með vorinu 2013 hefur Karen Elísabet setið sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún sat í miðstjórn og er nú formaður stjórnar Efnahags- og viðskiptanefndar  Sjálfstæðisflokksins.

Ásamt áðurtöldum trúnaðarstörfum flokksins starfar hún við fjármál og rekstur. Hún hefur BA gráðu í Sálfræði og meistaragráðu í Mannauðsstjórnun.

,,Undanfarin fjögur ár hafa verið gefandi tími. Mér hefur  fundist það mikil forréttindi að fá að vinna að góðum og brýnum málefnum bæjarfélagsins. Ég hef starfað af miklum krafti og heilindum að hagsmunum bæjarbúa með það að markmiði að bæta og hagræða nærumhverfi Kópavogsbúa. Mér hefur alltaf gengið vel að starfa með fólki úr ólíkum áttum og má segja að það sé grunnurinn í dag að farsælu pólitísku starfi og öllum íbúum bæjarins til heilla. Með samhentu og öflugu átaki hefur tekist að rétta af erfiðan fjárhag Kópavogsbæjar. Þetta hefur tekist með samhentu átaki allra  starfsmanna bæjarins, fyrirtækja og íbúa. Aðalmarkmiði síðustu ára hefur verið náð en fleiri brýn verkefni bíða. Ég vona að ég njóti áfram trausts til  að leggja mitt af mörkum með það að leiðarljósi að gera góðan bæ enn betri,“ segir Karen Elísabet í yfirlýsingu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,