Karen Elísabet stefnir á 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.


Karen Elísabet  sækist eftir  2. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 8.febrúar. Karen hefur verið varabæjarfulltrúi í Kópavogi undanfarin fjögur ár og er formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, en hefur einnig setið í Félagsmálaráði, Barnavernd og Skólanefnd. Frá og með vorinu 2013 hefur Karen Elísabet setið sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún sat í miðstjórn og er nú formaður stjórnar Efnahags- og viðskiptanefndar  Sjálfstæðisflokksins.

Ásamt áðurtöldum trúnaðarstörfum flokksins starfar hún við fjármál og rekstur. Hún hefur BA gráðu í Sálfræði og meistaragráðu í Mannauðsstjórnun.

,,Undanfarin fjögur ár hafa verið gefandi tími. Mér hefur  fundist það mikil forréttindi að fá að vinna að góðum og brýnum málefnum bæjarfélagsins. Ég hef starfað af miklum krafti og heilindum að hagsmunum bæjarbúa með það að markmiði að bæta og hagræða nærumhverfi Kópavogsbúa. Mér hefur alltaf gengið vel að starfa með fólki úr ólíkum áttum og má segja að það sé grunnurinn í dag að farsælu pólitísku starfi og öllum íbúum bæjarins til heilla. Með samhentu og öflugu átaki hefur tekist að rétta af erfiðan fjárhag Kópavogsbæjar. Þetta hefur tekist með samhentu átaki allra  starfsmanna bæjarins, fyrirtækja og íbúa. Aðalmarkmiði síðustu ára hefur verið náð en fleiri brýn verkefni bíða. Ég vona að ég njóti áfram trausts til  að leggja mitt af mörkum með það að leiðarljósi að gera góðan bæ enn betri,“ segir Karen Elísabet í yfirlýsingu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar