Karen Elísabet stefnir á 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.


Karen Elísabet  sækist eftir  2. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 8.febrúar. Karen hefur verið varabæjarfulltrúi í Kópavogi undanfarin fjögur ár og er formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, en hefur einnig setið í Félagsmálaráði, Barnavernd og Skólanefnd. Frá og með vorinu 2013 hefur Karen Elísabet setið sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún sat í miðstjórn og er nú formaður stjórnar Efnahags- og viðskiptanefndar  Sjálfstæðisflokksins.

Ásamt áðurtöldum trúnaðarstörfum flokksins starfar hún við fjármál og rekstur. Hún hefur BA gráðu í Sálfræði og meistaragráðu í Mannauðsstjórnun.

,,Undanfarin fjögur ár hafa verið gefandi tími. Mér hefur  fundist það mikil forréttindi að fá að vinna að góðum og brýnum málefnum bæjarfélagsins. Ég hef starfað af miklum krafti og heilindum að hagsmunum bæjarbúa með það að markmiði að bæta og hagræða nærumhverfi Kópavogsbúa. Mér hefur alltaf gengið vel að starfa með fólki úr ólíkum áttum og má segja að það sé grunnurinn í dag að farsælu pólitísku starfi og öllum íbúum bæjarins til heilla. Með samhentu og öflugu átaki hefur tekist að rétta af erfiðan fjárhag Kópavogsbæjar. Þetta hefur tekist með samhentu átaki allra  starfsmanna bæjarins, fyrirtækja og íbúa. Aðalmarkmiði síðustu ára hefur verið náð en fleiri brýn verkefni bíða. Ég vona að ég njóti áfram trausts til  að leggja mitt af mörkum með það að leiðarljósi að gera góðan bæ enn betri,“ segir Karen Elísabet í yfirlýsingu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

olifani
Ged-1
mynd-6
Unknown-1-2
Stefán Karl Stefánsson
Meistarinn
Kínahofið
WP_20140406_18_48_43_Pro
Guðmundur Ingi Kristinsson skipar 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi.