Karen Elísabet stefnir á 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.


Karen Elísabet  sækist eftir  2. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 8.febrúar. Karen hefur verið varabæjarfulltrúi í Kópavogi undanfarin fjögur ár og er formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs, en hefur einnig setið í Félagsmálaráði, Barnavernd og Skólanefnd. Frá og með vorinu 2013 hefur Karen Elísabet setið sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún sat í miðstjórn og er nú formaður stjórnar Efnahags- og viðskiptanefndar  Sjálfstæðisflokksins.

Ásamt áðurtöldum trúnaðarstörfum flokksins starfar hún við fjármál og rekstur. Hún hefur BA gráðu í Sálfræði og meistaragráðu í Mannauðsstjórnun.

,,Undanfarin fjögur ár hafa verið gefandi tími. Mér hefur  fundist það mikil forréttindi að fá að vinna að góðum og brýnum málefnum bæjarfélagsins. Ég hef starfað af miklum krafti og heilindum að hagsmunum bæjarbúa með það að markmiði að bæta og hagræða nærumhverfi Kópavogsbúa. Mér hefur alltaf gengið vel að starfa með fólki úr ólíkum áttum og má segja að það sé grunnurinn í dag að farsælu pólitísku starfi og öllum íbúum bæjarins til heilla. Með samhentu og öflugu átaki hefur tekist að rétta af erfiðan fjárhag Kópavogsbæjar. Þetta hefur tekist með samhentu átaki allra  starfsmanna bæjarins, fyrirtækja og íbúa. Aðalmarkmiði síðustu ára hefur verið náð en fleiri brýn verkefni bíða. Ég vona að ég njóti áfram trausts til  að leggja mitt af mörkum með það að leiðarljósi að gera góðan bæ enn betri,“ segir Karen Elísabet í yfirlýsingu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér