• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Karlakór Kópavogs fer ört stækkandi

Karlakór Kópavogs fer ört stækkandi
Auðun Georg Ólafsson
23/03/2015

Eftir Jakob Líndal, formann Karlakórs Kópavogs

Það er nóg að gera hjá Karlakór Kópavogs þessa dagana. Kórinn hefur stækkað ört undanarin ár og telur nú ríflega 60 starfandi söngmenn. Það er átak að slípa saman hljóm í kór sem allt að þrefaldast í stærð á nokkrum árum. Að þeim sökum höfum við haldið nokkuð lágan prófíl þar til markmiðinu er náð en kórfélagar hafa einbeittan brotavilja og okkur er að takast það. Kópavogur er að eignast fullburða karlakór. Hvert starfsár hefst  á æfingahelgi í Söngskóla Reykjavíkur þar sem raddir eru slípaðar saman undir handleiðslu valinkunnra kennara Söngskólans. Í haust nutum við leiðsagnar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, Bergþórs Pálssonar auk stjórnanda okkar Garðari Cortes. Í kjölfarið á því hafa félagar átt kost á að fá kennslu í tónfræði auk einkaleiðsagnar úr hópi kennara söngskólans.

Haustið fór að mestu í að æfa fyrir jólatónleika Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu þann 7.desember síðastliðinn en þar sungum við ásamt Óperukórnum í Reykjavík kafla úr Aidu eftir Verdi. Tónleikarnir tókust mjög vel og þótti karlakórinn bara nokkuð góður. Þar að auki vorum við með aðventusöng í Gerðasafni í upphafi aðventunar þann 30. nóvember og svo í Aðventkirkjunni þann 13. desember.  Að því loknu hófst  árleg Jólatrjáasala Karlakórsins við Sorpu á Dalvegi. Þar selur Karlakórinn íslensk jólatré. Salan er ein aðal fjármögnunarleið kórsins og hverju tréi fylgir miði á vortónleika kórsins. Salan tókst ágætlega og það er að verða æ vinsælla að fólk velji íslenska Stafafuru fyrir jólatré og munum við kappkosta við að eiga gott úrval af þeim komandi jól.

Nú erum við að undirbúa vortónleika kórsins sem eru venjulega í Salnum í kringum fyrstu helgina í maí. Það er þá helgin fyrir afmæli Kópavogs þann 11.maí og Kópavogsdagana en þá höfum við sungið vítt og breitt um bæinn. Dagskráin fyrir vortónleikanna er að mótast og verður að vanda vönduð.

Strax í haust, þriðja og fjórða september munum við syngja ásamt Óperukórnum í Reykjavík stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og  Kristins Sigmundssonar í Eldborg undir stjórn  Rico Saccani. Þetta verður metnaðarfullur flutningur og til að verða klárir fyrir flutninginn munum við hefja æfingar  í vor og hita svo upp  í haust.

Framtíð karlakórsins er björt og við hlökkum til að sjá hvað  rekur á fjörur okkar á komandi árum.

Kórinn æfir reglulega, einu sinni í viku, á þriðjudögum í  samkomusal Álfhólsskóla Hjalla kl 19.30-22.00. Vegna tónleikanna í haust munum við bæta við einhverjum æfingum á fimmtudögum líka.

Stjórnandi kórsins er Garðar Cortes. Formaður kórsins er Jakob E. Líndal sem er hægt að ná í í síma 664-8801 eða senda tölvupóst á: Jakob@alark.is. Heimasíða kórsins er www.karlakor.com

Efnisorðefst á baugikarlakórlistirmenning
Aðsent
23/03/2015
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðefst á baugikarlakórlistirmenning

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.