• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Karlakór Kópavogs fer ört stækkandi

Karlakór Kópavogs fer ört stækkandi
Auðun Georg Ólafsson
23/03/2015

Eftir Jakob Líndal, formann Karlakórs Kópavogs

Það er nóg að gera hjá Karlakór Kópavogs þessa dagana. Kórinn hefur stækkað ört undanarin ár og telur nú ríflega 60 starfandi söngmenn. Það er átak að slípa saman hljóm í kór sem allt að þrefaldast í stærð á nokkrum árum. Að þeim sökum höfum við haldið nokkuð lágan prófíl þar til markmiðinu er náð en kórfélagar hafa einbeittan brotavilja og okkur er að takast það. Kópavogur er að eignast fullburða karlakór. Hvert starfsár hefst  á æfingahelgi í Söngskóla Reykjavíkur þar sem raddir eru slípaðar saman undir handleiðslu valinkunnra kennara Söngskólans. Í haust nutum við leiðsagnar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, Bergþórs Pálssonar auk stjórnanda okkar Garðari Cortes. Í kjölfarið á því hafa félagar átt kost á að fá kennslu í tónfræði auk einkaleiðsagnar úr hópi kennara söngskólans.

Haustið fór að mestu í að æfa fyrir jólatónleika Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu þann 7.desember síðastliðinn en þar sungum við ásamt Óperukórnum í Reykjavík kafla úr Aidu eftir Verdi. Tónleikarnir tókust mjög vel og þótti karlakórinn bara nokkuð góður. Þar að auki vorum við með aðventusöng í Gerðasafni í upphafi aðventunar þann 30. nóvember og svo í Aðventkirkjunni þann 13. desember.  Að því loknu hófst  árleg Jólatrjáasala Karlakórsins við Sorpu á Dalvegi. Þar selur Karlakórinn íslensk jólatré. Salan er ein aðal fjármögnunarleið kórsins og hverju tréi fylgir miði á vortónleika kórsins. Salan tókst ágætlega og það er að verða æ vinsælla að fólk velji íslenska Stafafuru fyrir jólatré og munum við kappkosta við að eiga gott úrval af þeim komandi jól.

Nú erum við að undirbúa vortónleika kórsins sem eru venjulega í Salnum í kringum fyrstu helgina í maí. Það er þá helgin fyrir afmæli Kópavogs þann 11.maí og Kópavogsdagana en þá höfum við sungið vítt og breitt um bæinn. Dagskráin fyrir vortónleikanna er að mótast og verður að vanda vönduð.

Strax í haust, þriðja og fjórða september munum við syngja ásamt Óperukórnum í Reykjavík stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og  Kristins Sigmundssonar í Eldborg undir stjórn  Rico Saccani. Þetta verður metnaðarfullur flutningur og til að verða klárir fyrir flutninginn munum við hefja æfingar  í vor og hita svo upp  í haust.

Framtíð karlakórsins er björt og við hlökkum til að sjá hvað  rekur á fjörur okkar á komandi árum.

Kórinn æfir reglulega, einu sinni í viku, á þriðjudögum í  samkomusal Álfhólsskóla Hjalla kl 19.30-22.00. Vegna tónleikanna í haust munum við bæta við einhverjum æfingum á fimmtudögum líka.

Stjórnandi kórsins er Garðar Cortes. Formaður kórsins er Jakob E. Líndal sem er hægt að ná í í síma 664-8801 eða senda tölvupóst á: Jakob@alark.is. Heimasíða kórsins er www.karlakor.com

Efnisorðefst á baugikarlakórlistirmenning
Aðsent
23/03/2015
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðefst á baugikarlakórlistirmenning

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.