Jólin koma ekki fyrr en Karlakór Kópavogs hefur selt síðasta jólatréð. Salan hjá þeim er nýlega hafin við Sorpu við Dalveg og borgar sig að vera tímanlega á ferðinni til að gera góð kaup. Jólastemningin er alsráðandi hjá okkar mönnum enda eru þeir líklegir til að bresta á í söng við minnsta tækifæri. Sala á jólatrjám hefur verið aðal fjármögnunarleið kórsins undanfarin ár. Með í kaupunum fylgir boðsmiði á vortónleika kórsins.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.