• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Kársnes valið til þátttöku í norrænni nýsköpunarsamkeppni

Kársnes valið til þátttöku í norrænni nýsköpunarsamkeppni
ritstjorn
27/06/2015

Kársnes í Kópavogi hefur verið valið til þátttöku í norrænu nýsköpunarsamkeppninni Nordic Built City Challenge. Sex verkefni frá öllum Norðurlöndum voru valin til þátttöku í samkeppninni sem snýst um vistvæna, snjalla og lífvænlega bæi og borgir.

Norrænar borgir og bæir standa frammi fyrir sambærilegum áskorunum þegar kemur að þróun vistvænna, snjallra og byggilegra bæja og borga. Hvernig getum við stuðlað að fjölþjóðlegri samvinnu sem tekst á við slíkar áskoranir? Það er viðfangsefnið í norrænu nýsköpunarsamkeppninni Nordic Built Cities Challenge. Eigendur verkefna frá öllum Norðurlöndum sendu 37 tillögur að viðfangsefnum tengdum þróun þéttbýlissvæða til Nordic Built Cities Challenge. Sex þeirra voru valdar og munu þær leggja grunninn að framhaldi samkeppninnar. Auk Kársness voru meðal annars valin til þátttöku Sege Park í Malmö, Tryggve Lies Plass í Osló og Hans Tavsens Park og Korsgade í Kaupmannahöfn.

„Það er heiður að vera valinn til þátttöku í þessari samkeppni og sýnir vel þann metnað og frumkvæði sem ríkir hjá Kópavogsbæ. Við erum alltaf að leita leiða til þess að gera góðan bæ enn betri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

„Með þátttöku í Nordic Built Cities gefst Kópavogsbæ kostur á að sækja í fjölbreytta þekkingu og hugmyndapott fyrir  framtíðaruppbyggingu við Kársneshöfnina. Við viljum að þarna verði til hverfi sem svarar þörfum nútímans og tvinnar saman borgarlíf og gæði náttúrunnar,“ segir Sverrir Óskarsson formaður skipulagsnefndar.

„Verkefnin sex taka á áskorunum af ýmsum toga, allt frá aðlögun að loftslagsbreytingum til vistvænna samgangna og endurnýtingar efnis úr bæjarrýminu. Viðfangsefnin eru mikilvæg Norðurlöndunum og á heimsvísu, og markmiðið er að verkefnin leiði til fyrirmyndarlausna sem sýni að norræn nýsköpun sé vænleg til útflutnings, hvort sem er innan Norðurlandanna eða utan,“ segir Kristina Mårtensson, nýsköpunarráðgjafi hjá Nordic Innovation og verkefnisstjóri Nordic Built Cities.

Þess má geta að formlegar samkeppnislýsingar fyrir verkefnin sex verða birtar 29. september. Allt að fjórir aðilar í hverri samkeppni hljóta verðlaun að upphæð 300.000 NOK. Einn sigurvegari í hverri samkeppni fær tækifæri til að framkvæma tillögu sína í náinni samvinnu við eigendur verkefnisins. Að auki keppa sigurvegararnir um aðalverðlaun samkeppninnar sem eru 1.200.000 NOK.

Efnisorðefst á baugikársnes
Fréttir
27/06/2015
ritstjorn

Efnisorðefst á baugikársnes

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.