Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Frá Kársnessskóla við Vallargerði. Mynd/Kópavogsbær.

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði skipt þannig að í húsnæði við Vallargerði verði 5.-10. bekkur og í nýrri skólabyggingu við Skólagerði verði 1.-4. bekkur auk fjögurra deilda leikskóla.

Megin ástæða skiptingar skólans er fjölgun nemenda á Kársnesi. Undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið 600-700 og fyrirséð er að enn mun fjölga auk þess sem rekstur leikskólans í nýju húsnæði skólans við Skólagerði mun bætast við. Miðað við núverandi nemendafjölda verða um 430 nemendur í skólanum í Vallargerði en um 360 börn í leik- og grunnskóla í Skólagerði.

„Með því að skipta Kársnesskóla í tvo sjálfstæða skóla verður hægar um vik fyrir skólastjórnendur að hafa góða rekstrarlega og faglega yfirsýn yfir skólastarfið,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs. Í Kópvogi hefur þegar verið farin þessi leið með skiptingu Hörðuvallaskóla í tvo skóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla, og hefur reynslan af því verið mjög góð. 

Stjórnendur Kársnesskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna fyrirhugaðra breytinga.  Á næstu vikum verður auglýst eftir nýjum skólastjórnendum  sem munu leiða  faglegan undirbúning við þróun  samrekins leik- og grunnskóla, sem er nýbreytni í skólastarfi í Kópavogi.  Sú vinna verður unnin í samvinnu við skólasamfélagið allt, nemendur, foreldra og starfsfólk.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að