Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Frá Kársnessskóla við Vallargerði. Mynd/Kópavogsbær.

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði skipt þannig að í húsnæði við Vallargerði verði 5.-10. bekkur og í nýrri skólabyggingu við Skólagerði verði 1.-4. bekkur auk fjögurra deilda leikskóla.

Megin ástæða skiptingar skólans er fjölgun nemenda á Kársnesi. Undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið 600-700 og fyrirséð er að enn mun fjölga auk þess sem rekstur leikskólans í nýju húsnæði skólans við Skólagerði mun bætast við. Miðað við núverandi nemendafjölda verða um 430 nemendur í skólanum í Vallargerði en um 360 börn í leik- og grunnskóla í Skólagerði.

„Með því að skipta Kársnesskóla í tvo sjálfstæða skóla verður hægar um vik fyrir skólastjórnendur að hafa góða rekstrarlega og faglega yfirsýn yfir skólastarfið,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs. Í Kópvogi hefur þegar verið farin þessi leið með skiptingu Hörðuvallaskóla í tvo skóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla, og hefur reynslan af því verið mjög góð. 

Stjórnendur Kársnesskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna fyrirhugaðra breytinga.  Á næstu vikum verður auglýst eftir nýjum skólastjórnendum  sem munu leiða  faglegan undirbúning við þróun  samrekins leik- og grunnskóla, sem er nýbreytni í skólastarfi í Kópavogi.  Sú vinna verður unnin í samvinnu við skólasamfélagið allt, nemendur, foreldra og starfsfólk.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn