Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir nýtt frumsamið leikverk, sunnudaginn 24. nóv. kl. 20.00. Verkið heitir Kemurr’á deit? og var samið og unnið í hópvinnu undir stjórn leikstjórans Ástbjargar Rutar Jónsdóttur. Sextán leikarar taka þátt í sýningunni.
Unglingadeild LK hefur komið víða við á undanförnum árum og grandskoðað ýmislegt í mannlífinu og utan þess svo sem blóðsugur, Facebook, líf unglingsins og fleira. Nú er komið að ástinni sem hópurinn skoðar með sínum sérsmíðuðu gleraugum.
Hægt er að kaupa miða á Miðakaup og kostar stykkið heilar 500 krónur. Einnig er hægt að senda inn pöntun á midasala@kopleik.is.