KIFF í stað RIFF?

300px-Riffok

Nú er til skoðunar að alþjóðlega kvikmyndahátíðin, RIFF, verði hýst í Kópavoginum. Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku lagði Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs, fram tillögu þess efnis að bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, í samvinnu við framkvæmdastjóra Markaðsstofu, verði falið að ræða við framkvæmdastjórn RIFF kvikmyndahátíðar og skoða möguleika þess að hýsa hátíðina í Kópavogi.

RIFF kvikmyndahátíðin er 10 ára gömul og hefur skapað sér orðspor og byggt upp sterkt vörumerki hérlendis sem erlendis meðal annars á grunni þeirra fagmanna sem sitja í stjórn hátíðarinnar: Baltasars Kormáks og Elísabetar Rónaldsdóttur svo einhverjir séu nefndir og að öðrum ólöstuðum. Með hliðsjón af því að Reykjavíkurborg hefur hafnað stuðningi við hátíðina og henni verið úthýst úr fyrrum sýningarrými virðist hún í uppnámi. Það er miður að landkynning sem þessi og hróður hátíðarinnar gufi upp í einu vetfangi. Undirrituð leggur því til að skoðuð verði aðkoma Kópavogsbæjar að hátíðinni og að tillögunni verði vísað til ofangreindra aðila til skoðunar,“ segir Rannveig í tillögu sinni.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað til næsta fundar en þá lagði Ómar Stefánsson fram eftirfarandi bókun:

Hér er ekki um milljarða útlagðan kostnað að ræða fyrir Kópavogsbæ og því eðlilegt að verða við frestun og fylgja þeirri hefð sem hefur skapast þegar óskað er eftir frestun.

Bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslu tillögunnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér