KIFF í stað RIFF?

300px-Riffok

Nú er til skoðunar að alþjóðlega kvikmyndahátíðin, RIFF, verði hýst í Kópavoginum. Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku lagði Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs, fram tillögu þess efnis að bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, í samvinnu við framkvæmdastjóra Markaðsstofu, verði falið að ræða við framkvæmdastjórn RIFF kvikmyndahátíðar og skoða möguleika þess að hýsa hátíðina í Kópavogi.

RIFF kvikmyndahátíðin er 10 ára gömul og hefur skapað sér orðspor og byggt upp sterkt vörumerki hérlendis sem erlendis meðal annars á grunni þeirra fagmanna sem sitja í stjórn hátíðarinnar: Baltasars Kormáks og Elísabetar Rónaldsdóttur svo einhverjir séu nefndir og að öðrum ólöstuðum. Með hliðsjón af því að Reykjavíkurborg hefur hafnað stuðningi við hátíðina og henni verið úthýst úr fyrrum sýningarrými virðist hún í uppnámi. Það er miður að landkynning sem þessi og hróður hátíðarinnar gufi upp í einu vetfangi. Undirrituð leggur því til að skoðuð verði aðkoma Kópavogsbæjar að hátíðinni og að tillögunni verði vísað til ofangreindra aðila til skoðunar,“ segir Rannveig í tillögu sinni.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað til næsta fundar en þá lagði Ómar Stefánsson fram eftirfarandi bókun:

Hér er ekki um milljarða útlagðan kostnað að ræða fyrir Kópavogsbæ og því eðlilegt að verða við frestun og fylgja þeirri hefð sem hefur skapast þegar óskað er eftir frestun.

Bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslu tillögunnar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem