Hið árlega Kirkjuhlaup í Kópavogi fór fram laugardaginn 2. desember síðastliðinn. Hlauparar söfnuðust saman í Kópavogskirkju þar sem Lenka Máteóvá, kantor kirkjunnar lék á orgel og Einar Clausen og dóttir hans Lára sungu saman. Að því búnu voru hlauparar myndaðir í bak og fyrir og síðan var hlaupið á milli kirkna í Kópavogi. Hægt var að velja um tvær vegalendir. Að hlaupi loknum var boðið upp á „hlaupavænar“ veitingar í safnaðarheimilinu Borgum.
