„Laun félagsmanna SfK hærri í langflestum tilfellum en sambærileg laun Reykjavíkurborgar.“

Laun félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs yrðu í langflestum tilfellum hærri en sambærileg laun starfsmanna Reykjavíkurborgar ef Starfsmannafélag Kópavogs tæki því tilboði sem samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert því. Tilboðið er það sama og önnur bæjarstarfsmannafélög hafa samþykkt, að því er segir í yfirlýsingu frá Kópavogsbæ, sem er svohljóðandi:

Kópavogsbær vonast til þess að samningar náist við Starfsmannafélag Kópavogs sem fyrst og hvetur félagið til að samþykkja hækkanir sem eru sambærilegar og starfsmenn annarra sveitarfélaga hafa samþykkt. Samningurinn gildir til loka apríl 2015.

 

Samanburður á launum fjölmennra starfsmannahópa í skólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum, var lagður fram á fundi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogsbæjar hjá Ríkissáttarsemjara síðastliðinn föstudag. Í honum eru borin saman laun félagsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogs með þeim hækkunum sem þeim stendur til boða og laun sambærilegra starfsmanna Reykjavíkurborgar. Samanburðurinn var unnin af óháðum aðila sem deiluaðilar komu sér saman um.

 

Kjaradeila Starfsmannafélags Kópavogs og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið til meðferðar hjá Ríkissáttarsemjara síðan í byrjun júlí síðastliðnum. Samband íslenskra sveitarfélaga fer með samningsumboð fyrir hönd Kópavogsbæjar en um 800 starfsmenn Kópavogsbæjar, af um rúmlega 3.000 starfsmönnum, eru í stéttarfélaginu að meðaltali.

 

Starfsmenn bæjarins eru mun fleiri á sumrin og voru til dæmis 1.029 á kjörskrá hjá Starfmannafélagi Kópavogs þegar gengið var til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir í september síðastliðnum. 445 tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og var því ekki heimilt að boða til verkfalls enda þátttaka undir 50% Hætt var við verkfallsaðgerðir í bili eftir að gerð var athugasemd við lögmæti verkfallsboðunar.

Í deilunni hefur því verið haldið fram að lægri laun séu greidd hjá sveitarfélaginu en í Reykjavík.

Áðurnefndur samanburður sýnir að svo er ekki.

 

Samband íslenskra sveitarfélaga lauk á liðnu sumri við gerð kjarasamninga fyrir hönd sveitarfélaga við öll bæjarstarfsmannafélög nema Starfsmannafélag Kópavogs.


Nánar um samanburðinn:

Samanburðurinn náði yfir eftirtalinn störf: skólaliða, stuðningsfulltrúa, starfsmenn í leikskóla, starfsmenn íþróttamannvirkja og sundlaugaverði. Allir taxtar reyndust verða hærri í Kópavogi eftir launahækkanir, nema hjá stuðningsfulltrúum með háskólapróf. Leiðbeinendur í leikskólum í Kópavogi fá hærri laun samkvæmt taxta en leiðbeinendur í Reykjavík. Þess má geta að ófaglærðir leiðbeinendur í Reykjavík yrðu þó áfram með hærri laun en leiðbeinendur í leikskólum annarra sveitarfélaga vegna greiðslu fyrir vinnu í neysluhléi, en verulega hefur dregið saman með þessum hópum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á