Kjarkur til að breyta

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.

Í aðdraganda kosninga er gjarnan reynt að fá fram um hvað kosningarnar snúast, líkt og það sé lögmál að eitthvað eitt mál eigi að verða fyrirferðarmeira en önnur.  Í þessari umræðu kemur oft fram hve keimlík stefnumál flokkanna eru, hvort sem okkur stjórnmálamönnunum líkar betur eða verr. Auðvitað eru allir flokkar á móti ofbeldi, með umhverfisvernd (í orði) og ætla að leysa húsnæðisvandann. Svo mætti lengi telja. Það er því kannski einna helst á verkum og vinnubrögðum sem hægt er að skilja á milli flokka og hvað þeir standa fyrir.

Viðreisn er ekki gamall flokkur en hann er þó í þeirri stöðu að geta látið dæma sig af verkum sínum, ólíkt flestum nýjum flokkum sem nú eru í framboði. Á síðastliðnum átta mánuðum hefur Viðreisn tekist að leiða fjölmörg góð mál til lykta og þannig sýnt í verki fyrir hvað flokkurinn stendur. Jafnlaunavottunin sem lögfest var á síðasta þingi hefur hlotið heimsathygli. Fjárveitingar til móttöku flóttamanna voru þrefaldaðar, enda einn af mikilvægustu liðunum í stefnu Viðreisnar að Ísland axli sína ábyrgð á flóttamannavanda heimsins. Reikningar Stjórnarráðsins voru voru opnaðir til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni.  Í landbúnaðarmálum hefur Viðreisn heldur ekki látið sitt eftir liggja og staðið vörð um hagsmuni bænda, neytenda og skattgreiðenda og lagt til langtímalausnir fyrir sauðfjárbændur og afnám undanþágna frá almennum samkeppnislögum í mjólkuriðnaði

Hér eru einungis fáein dæmi nefnd af verkum Viðreisnar síðustu mánuði og svo mikið er víst að þau verða mun fleiri á komandi kjörtímabili. Til að lífskjör allra á Íslandi standist samanburð við þær þjóðir sem við viljum bera okkar saman við þarf fólk á þing sem hefur þekkingu, þor og reynslu til að breyta. Það gerist hinsvegar ekki sjálfkrafa.  Viðreisn er frjálst, öfgalaust og jafnréttissinnað stjórnmálaafl, skipað fólki sem þorir að taka slaginn í þágu almannahagsmuna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar