Kjarkur til að breyta

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.

Í aðdraganda kosninga er gjarnan reynt að fá fram um hvað kosningarnar snúast, líkt og það sé lögmál að eitthvað eitt mál eigi að verða fyrirferðarmeira en önnur.  Í þessari umræðu kemur oft fram hve keimlík stefnumál flokkanna eru, hvort sem okkur stjórnmálamönnunum líkar betur eða verr. Auðvitað eru allir flokkar á móti ofbeldi, með umhverfisvernd (í orði) og ætla að leysa húsnæðisvandann. Svo mætti lengi telja. Það er því kannski einna helst á verkum og vinnubrögðum sem hægt er að skilja á milli flokka og hvað þeir standa fyrir.

Viðreisn er ekki gamall flokkur en hann er þó í þeirri stöðu að geta látið dæma sig af verkum sínum, ólíkt flestum nýjum flokkum sem nú eru í framboði. Á síðastliðnum átta mánuðum hefur Viðreisn tekist að leiða fjölmörg góð mál til lykta og þannig sýnt í verki fyrir hvað flokkurinn stendur. Jafnlaunavottunin sem lögfest var á síðasta þingi hefur hlotið heimsathygli. Fjárveitingar til móttöku flóttamanna voru þrefaldaðar, enda einn af mikilvægustu liðunum í stefnu Viðreisnar að Ísland axli sína ábyrgð á flóttamannavanda heimsins. Reikningar Stjórnarráðsins voru voru opnaðir til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni.  Í landbúnaðarmálum hefur Viðreisn heldur ekki látið sitt eftir liggja og staðið vörð um hagsmuni bænda, neytenda og skattgreiðenda og lagt til langtímalausnir fyrir sauðfjárbændur og afnám undanþágna frá almennum samkeppnislögum í mjólkuriðnaði

Hér eru einungis fáein dæmi nefnd af verkum Viðreisnar síðustu mánuði og svo mikið er víst að þau verða mun fleiri á komandi kjörtímabili. Til að lífskjör allra á Íslandi standist samanburð við þær þjóðir sem við viljum bera okkar saman við þarf fólk á þing sem hefur þekkingu, þor og reynslu til að breyta. Það gerist hinsvegar ekki sjálfkrafa.  Viðreisn er frjálst, öfgalaust og jafnréttissinnað stjórnmálaafl, skipað fólki sem þorir að taka slaginn í þágu almannahagsmuna.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór