Kjartan organisti og liðsmenn Bjartrar framtíðar fara dansandi inn í kosningarnar (myndband):

Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju er faðir Sigurjóns Kjartanssonar og fer á kostum i myndbandi Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju sem situr í heiðurssæti Bjartar framtíðar í Kópavogi fer á kostum myndbandi Bjartrar framtíðar.

Það styttist í kosningar og framboðin minna rækilega á sig í bænum. Björt framtíð í Kópavogi lét gera þetta skemmtilega myndband við Pharrell Williams smellinn, Happy, þar sem frambjóðendur flokksins fara á kostum. Þeirra á meðal Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri Digraneskirkju, sem lætur árin ekki aftra sér frá dansinum.  Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, birtist óvænt með barmmerki Bjartrar framtíðar og Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindarinnar, bregður undir sig betri fætunum ásamt fleirum. Sjón er sögu ríkari:

http://youtu.be/eoqG8NXNHME

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar