Kjartan organisti og liðsmenn Bjartrar framtíðar fara dansandi inn í kosningarnar (myndband):

Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju er faðir Sigurjóns Kjartanssonar og fer á kostum i myndbandi Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju er faðir Sigurjóns Kjartanssonar og fer á kostum i myndbandi Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju sem situr í heiðurssæti Bjartar framtíðar í Kópavogi fer á kostum myndbandi Bjartrar framtíðar.

Það styttist í kosningar og framboðin minna rækilega á sig í bænum. Björt framtíð í Kópavogi lét gera þetta skemmtilega myndband við Pharrell Williams smellinn, Happy, þar sem frambjóðendur flokksins fara á kostum. Þeirra á meðal Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri Digraneskirkju, sem lætur árin ekki aftra sér frá dansinum.  Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, birtist óvænt með barmmerki Bjartrar framtíðar og Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindarinnar, bregður undir sig betri fætunum ásamt fleirum. Sjón er sögu ríkari:

http://youtu.be/eoqG8NXNHME

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar