Kjartan organisti og liðsmenn Bjartrar framtíðar fara dansandi inn í kosningarnar (myndband):

Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju er faðir Sigurjóns Kjartanssonar og fer á kostum i myndbandi Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju er faðir Sigurjóns Kjartanssonar og fer á kostum i myndbandi Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Digraneskirkju sem situr í heiðurssæti Bjartar framtíðar í Kópavogi fer á kostum myndbandi Bjartrar framtíðar.

Það styttist í kosningar og framboðin minna rækilega á sig í bænum. Björt framtíð í Kópavogi lét gera þetta skemmtilega myndband við Pharrell Williams smellinn, Happy, þar sem frambjóðendur flokksins fara á kostum. Þeirra á meðal Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri Digraneskirkju, sem lætur árin ekki aftra sér frá dansinum.  Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, birtist óvænt með barmmerki Bjartrar framtíðar og Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindarinnar, bregður undir sig betri fætunum ásamt fleirum. Sjón er sögu ríkari:

http://youtu.be/eoqG8NXNHME

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem