Það styttist í kosningar og framboðin minna rækilega á sig í bænum. Björt framtíð í Kópavogi lét gera þetta skemmtilega myndband við Pharrell Williams smellinn, Happy, þar sem frambjóðendur flokksins fara á kostum. Þeirra á meðal Kjartan Sigurjónsson, fyrrum organisti og kórstjóri Digraneskirkju, sem lætur árin ekki aftra sér frá dansinum. Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, birtist óvænt með barmmerki Bjartrar framtíðar og Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindarinnar, bregður undir sig betri fætunum ásamt fleirum. Sjón er sögu ríkari:
http://youtu.be/eoqG8NXNHME