Hægt verður að fylgjast með kjörsókn á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is, á kjördag, 31. maí. Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5, og íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12. Kjörfundur hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Fyrstu upplýsingar um kjörsókn verða settar inn rúmlega tíu og svo á klukkutíma fresti eftir það.
Í kjörstjórn Kópavogs eru: Snorri Tómasson, formaður, Elfur Logadóttir og Una Björg Einarsdóttir. Aðsetur kjörstjórnar verður í íþróttahúsinu Smáranum, síminn þar er: 510 6412.