Klukkan 15 höfðu 5.400 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað í Kópavogi. Kjörsókn var þá 22,9% sem er talsvert lægri en í síðustu sveitastjórnarkosningum fyrir fjórum árum. Þátttökutölurnar eru uppfærðar á vef Kópavogsbæjar á klukkutíma fresti. Í kosningunum 2010 höfðu 28,4% Kópavogsbúa greitt atkvæði klukkan 15.