Edda Erlends, píanóleikari, opnar klassíska tónlistarröð í Salnum. Glæsileg dagskrá framundan.

Unnendur klassiskra tóna geta farið að hlakka til því tónleikaröðin Klassík í Salnum er að fara að hefjast. Glæsilegir útgáfutónleikar píanóleikarans Eddu Erlendsdóttur verða 8 september. Edda er sögð einn fremsti píanóleikari okkar sem hefur haldið fjölda tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum víða erlendis. Efnisskrár hennar spanna fyrstu verkin skrifuð fyrir fortepíanó (C.P.E.Bach) allt til samtímatónlistar og hafa vakið athygli fyrir frumleika. Edda var sæmd Íslensku Fálkaorðunni fyrir framlag sitt til tónlistar árið 2010.  Hún er búsett í París og starfar sem prófessor í píanóleik við Tónlistarskólann í Versölum.

Edda Erlendsdóttir, píanóleikari.
Edda Erlendsdóttir, píanóleikari.

 

Klassíska tónlistarröðin í Salnum sýnir mikla breidd í efnisskrá en boðið er upp á frumflutninga í bland við sígild verk, unga og efnilega flytjendur sem og eldri og reyndari. Boðið er upp á einstakt tilboð á röðina sem hvatningu fyrir kynslóðirnar að mætast í Salnum og njóta góðrar tónlistar.

Auk Eddu koma eftirfarandi listamenn fram í Klassík í Salnum: Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari sem er uppalinn Kópavogsbúi en margir muna eftir honum úr Kammersveit Tónlistarskóla Kópavogs sem hann lék í á sínum yngri árum, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Ísafoldarkvartettinn, Hanna Dóra Sturludóttir, mezzósópran, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, Strokkvartettinn Siggi, Jane Ade Sutarjo, píanó, Sally Matthews, sópran, Finnur Bjarnason, tenór, Simon Lepper, píanó, Sif Tulinius, fiðla, Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó, Sigrún Pálmadóttir, sópran og píanóleikarinn Sibylle Wagner.

Nánari efnisskrá tónleikanna er hægt að finna á heimasíðu Salarins www.salurinn.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Marina-og-Mikael
Kópavogsbær. Fannborg.
Hjördís Rósa og Anna Soffía
logo
IMG_8109
vef2-2
Mótmæli kennara
Samkór Kópavogs.
skipulag3