Edda Erlends, píanóleikari, opnar klassíska tónlistarröð í Salnum. Glæsileg dagskrá framundan.

Unnendur klassiskra tóna geta farið að hlakka til því tónleikaröðin Klassík í Salnum er að fara að hefjast. Glæsilegir útgáfutónleikar píanóleikarans Eddu Erlendsdóttur verða 8 september. Edda er sögð einn fremsti píanóleikari okkar sem hefur haldið fjölda tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum víða erlendis. Efnisskrár hennar spanna fyrstu verkin skrifuð fyrir fortepíanó (C.P.E.Bach) allt til samtímatónlistar og hafa vakið athygli fyrir frumleika. Edda var sæmd Íslensku Fálkaorðunni fyrir framlag sitt til tónlistar árið 2010.  Hún er búsett í París og starfar sem prófessor í píanóleik við Tónlistarskólann í Versölum.

Edda Erlendsdóttir, píanóleikari.
Edda Erlendsdóttir, píanóleikari.

 

Klassíska tónlistarröðin í Salnum sýnir mikla breidd í efnisskrá en boðið er upp á frumflutninga í bland við sígild verk, unga og efnilega flytjendur sem og eldri og reyndari. Boðið er upp á einstakt tilboð á röðina sem hvatningu fyrir kynslóðirnar að mætast í Salnum og njóta góðrar tónlistar.

Auk Eddu koma eftirfarandi listamenn fram í Klassík í Salnum: Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari sem er uppalinn Kópavogsbúi en margir muna eftir honum úr Kammersveit Tónlistarskóla Kópavogs sem hann lék í á sínum yngri árum, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Ísafoldarkvartettinn, Hanna Dóra Sturludóttir, mezzósópran, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, Strokkvartettinn Siggi, Jane Ade Sutarjo, píanó, Sally Matthews, sópran, Finnur Bjarnason, tenór, Simon Lepper, píanó, Sif Tulinius, fiðla, Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó, Sigrún Pálmadóttir, sópran og píanóleikarinn Sibylle Wagner.

Nánari efnisskrá tónleikanna er hægt að finna á heimasíðu Salarins www.salurinn.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn