Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

Guðfinnur Snær Magnússon á verðlaunapalli á EM .Hann hlaut silfurverðlaun í hnébeygju og bekkpressu, brons í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu. Frábær árangur!

Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót. Guðfinnur keppir í +120kg unglinga og hefur þrátt fyrir ungan aldur keppt lengi í greininni. Hann lauk mótinu með 375kg hnébeygju, 390kg fóru upp en lyftan var því miður dæmd ógild. Í bekkpressunni lyfti hann 275kg og svo kláraði hann mótið með 302,5kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum silfurverðlaun í hnébeygju, silfurverðlaun í bekkpressu, bronsverðlaun í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu með 952,5kg. Það er 5kg bæting á hans besta árangri.
Guðfinnur fór því heim klyfjaður 3 silfurpeningum og bronspening um hálsinn. Flottur árangur!

Blikarnir þrír: Auðunn Jónsson, Guðfinnur Snær og Helgi Hauksson, alþjóðadómari.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

klipp20153
SemaErla
Glen
kosnvaa
Landsbankinn
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi
verkefni
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts.
Vgogfelagshyggjufolk