Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

Guðfinnur Snær Magnússon á verðlaunapalli á EM .Hann hlaut silfurverðlaun í hnébeygju og bekkpressu, brons í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu. Frábær árangur!

Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót. Guðfinnur keppir í +120kg unglinga og hefur þrátt fyrir ungan aldur keppt lengi í greininni. Hann lauk mótinu með 375kg hnébeygju, 390kg fóru upp en lyftan var því miður dæmd ógild. Í bekkpressunni lyfti hann 275kg og svo kláraði hann mótið með 302,5kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum silfurverðlaun í hnébeygju, silfurverðlaun í bekkpressu, bronsverðlaun í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu með 952,5kg. Það er 5kg bæting á hans besta árangri.
Guðfinnur fór því heim klyfjaður 3 silfurpeningum og bronspening um hálsinn. Flottur árangur!

Blikarnir þrír: Auðunn Jónsson, Guðfinnur Snær og Helgi Hauksson, alþjóðadómari.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór