Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

Guðfinnur Snær Magnússon á verðlaunapalli á EM .Hann hlaut silfurverðlaun í hnébeygju og bekkpressu, brons í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu. Frábær árangur!

Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót. Guðfinnur keppir í +120kg unglinga og hefur þrátt fyrir ungan aldur keppt lengi í greininni. Hann lauk mótinu með 375kg hnébeygju, 390kg fóru upp en lyftan var því miður dæmd ógild. Í bekkpressunni lyfti hann 275kg og svo kláraði hann mótið með 302,5kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum silfurverðlaun í hnébeygju, silfurverðlaun í bekkpressu, bronsverðlaun í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu með 952,5kg. Það er 5kg bæting á hans besta árangri.
Guðfinnur fór því heim klyfjaður 3 silfurpeningum og bronspening um hálsinn. Flottur árangur!

Blikarnir þrír: Auðunn Jónsson, Guðfinnur Snær og Helgi Hauksson, alþjóðadómari.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn