Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

Auðunn Jónsson, Guðfinnur Snær og Helgi Hauksson, alþjóðadómari.
Guðfinnur Snær Magnússon á verðlaunapalli á EM .Hann hlaut silfurverðlaun í hnébeygju og bekkpressu, brons í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu. Frábær árangur!

Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót. Guðfinnur keppir í +120kg unglinga og hefur þrátt fyrir ungan aldur keppt lengi í greininni. Hann lauk mótinu með 375kg hnébeygju, 390kg fóru upp en lyftan var því miður dæmd ógild. Í bekkpressunni lyfti hann 275kg og svo kláraði hann mótið með 302,5kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum silfurverðlaun í hnébeygju, silfurverðlaun í bekkpressu, bronsverðlaun í réttstöðulyftu og silfurverðlaun í samanlögðu með 952,5kg. Það er 5kg bæting á hans besta árangri.
Guðfinnur fór því heim klyfjaður 3 silfurpeningum og bronspening um hálsinn. Flottur árangur!

Blikarnir þrír: Auðunn Jónsson, Guðfinnur Snær og Helgi Hauksson, alþjóðadómari.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar