Knattspyrnudeild Breiðabliks fær jafnréttisviðurkenningu.

Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut í gærkvöldi jafnréttisviðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti formanni knattspyrnudeildarinnar, Borghildi Sigurðardóttur, viðurkenningarskjal  því til staðfestingar í hálfleik á Kópavogsvelli þar sem áttust við Breiðablik og Þór/KA í meistaraflokki kvenna.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhendir Borghildi Sigurðardóttur, formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhendir Borghildi Sigurðardóttur, formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar.

Í rökstuðningi jafnréttis- og mannréttindaráðs segir að knattspyrnudeild Breiðabliks hafi lengi verið í fararbroddi í kvennaknattspyrnu og lagt áherslu á að auka veg og virðingu hennar. „Félagið vinnur eftir jafnréttisstefnu og telur jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs að sú vinna hafi skilað góðum árangri,“ segir í rökstuðningi ráðsins.
Þar segir einnig að félagið geri sömu kröfur til þjálfara drengjaflokka og þjálfara stúlknaflokka og að stúlkum í iðkendahópnum hafi fjölgað jafnt og þétt. „Árið 2012 varð Breiðablik Íslandsmeistari í öllum yngri flokkum kvenna. Félagið hefur lagt áherslu á að  meistaraflokkar og yngri flokkar kvenna hafi sama aðbúnað og sömu æfingaaðstöðu og karlaflokkar.“ Þá sé að verða æ algengara að stúlkur og drengir æfi saman. „Félagið hefur jafnframt lagt sig fram um að auka aðsókn á leiki hjá kvennaliðinu og að veita áhorfendum sömu þjónustu og á heimaleikjum karlaliðsins.“

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem knattspyrnudeild Breiðabliks fær viðurkenningu Kópavogsbæjar í jafnréttismálum.

www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á