Knattspyrnudeild Breiðabliks fær jafnréttisviðurkenningu.

Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut í gærkvöldi jafnréttisviðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti formanni knattspyrnudeildarinnar, Borghildi Sigurðardóttur, viðurkenningarskjal  því til staðfestingar í hálfleik á Kópavogsvelli þar sem áttust við Breiðablik og Þór/KA í meistaraflokki kvenna.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhendir Borghildi Sigurðardóttur, formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhendir Borghildi Sigurðardóttur, formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar.

Í rökstuðningi jafnréttis- og mannréttindaráðs segir að knattspyrnudeild Breiðabliks hafi lengi verið í fararbroddi í kvennaknattspyrnu og lagt áherslu á að auka veg og virðingu hennar. „Félagið vinnur eftir jafnréttisstefnu og telur jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs að sú vinna hafi skilað góðum árangri,“ segir í rökstuðningi ráðsins.
Þar segir einnig að félagið geri sömu kröfur til þjálfara drengjaflokka og þjálfara stúlknaflokka og að stúlkum í iðkendahópnum hafi fjölgað jafnt og þétt. „Árið 2012 varð Breiðablik Íslandsmeistari í öllum yngri flokkum kvenna. Félagið hefur lagt áherslu á að  meistaraflokkar og yngri flokkar kvenna hafi sama aðbúnað og sömu æfingaaðstöðu og karlaflokkar.“ Þá sé að verða æ algengara að stúlkur og drengir æfi saman. „Félagið hefur jafnframt lagt sig fram um að auka aðsókn á leiki hjá kvennaliðinu og að veita áhorfendum sömu þjónustu og á heimaleikjum karlaliðsins.“

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem knattspyrnudeild Breiðabliks fær viðurkenningu Kópavogsbæjar í jafnréttismálum.

www.kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér