Það var rokkað í Molanum, ungmennahúsi, á vordögum þegar hið árlega Kóparokk fór fram. Hljómsveitirnar sem stigu á stokk voru ekki af verri endanum og flestar af þeim ný búnar að ljúka þátttöku í Músíktilraunum. Hljómsveitirnar Áhryf, Destort City, Haraldur og Magnús úr Kjarnanum, John Doe, Vára og Fjöltengi gerðu allt vitlaust og trtylltu tónleikagesti með hinum ýmsu mellódíum sem mátti meðal annars rekja til gamla góða Kóavogspönksins og huglægs Indi rokks. Þetta var annað árið í röð sem Kóparokk er haldið í Molanum og er klárlega komið til að svala rokkþyrstum ungmennum.
Þess má geta að þrjár af fjórum hljómsveitum sem tengjast Molanum ungmennahúsi keptu á úrslitakvöldi Músíktilrauna 2015 sem þykir nokkuð gott og greinilegt að hæfileikarnir eru til staðar í hljómsveitagrósku Kópavogs.