Kópasteinn fimmtugur

Kópasteinn
Leikskólinn Kópasteinn fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári en skólinn var fyrsta dagheimili í Kópavogi.

Leikskólinn Kópasteinn fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári en skólinn var fyrsta dagheimili í Kópavogi. Kennarar, starfsmenn og börn leikskólans fagna þessum tímamótum og efna til hátíðar miðvikudaginn 28. maí.

Upphaflega voru tvær dagheimilisdeildir ásamt einni leikskóladeild á Kópasteini.  Byggt var við skólann á níunda áratugnum, í dag er Kópasteinn fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja 76 börn.

Skólinn leggur áherslu á tónlist og skapandi starf, hefur lengi unnið með lífsleikni og þá hefur umhverfismennt og endurvinnsla verið á oddinum undanfarin ár. „Við höfum notið góðs af frábærri staðsetningu skólans og erum mjög dugleg að heimsækja menningarhús Kópavogsbæjar sem eru í næsta nágrenni,“ segir Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri Kópasteins en skólinn er á Borgarholtinu.

Starfsmannahald á Kópasteini hefur verið farsælt og margir eiga langan starfsaldur. „Við í starfsmannahópnum erum þakklát fyrir gott fólk, við höfum átt farsælt samstarf við foreldra og börn og vonum að svo verði áfram. Afmælishátíðin verður mikil gleðistund fyrir okkur,“ segir Heiða Björk.

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar er að finna á heimasíðu leikskólans, kopasteinn.kopavogur.is.

Allir eru velkomnir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar