Kópasteinn fimmtugur

Kópasteinn
Leikskólinn Kópasteinn fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári en skólinn var fyrsta dagheimili í Kópavogi.

Leikskólinn Kópasteinn fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári en skólinn var fyrsta dagheimili í Kópavogi. Kennarar, starfsmenn og börn leikskólans fagna þessum tímamótum og efna til hátíðar miðvikudaginn 28. maí.

Upphaflega voru tvær dagheimilisdeildir ásamt einni leikskóladeild á Kópasteini.  Byggt var við skólann á níunda áratugnum, í dag er Kópasteinn fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja 76 börn.

Skólinn leggur áherslu á tónlist og skapandi starf, hefur lengi unnið með lífsleikni og þá hefur umhverfismennt og endurvinnsla verið á oddinum undanfarin ár. „Við höfum notið góðs af frábærri staðsetningu skólans og erum mjög dugleg að heimsækja menningarhús Kópavogsbæjar sem eru í næsta nágrenni,“ segir Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri Kópasteins en skólinn er á Borgarholtinu.

Starfsmannahald á Kópasteini hefur verið farsælt og margir eiga langan starfsaldur. „Við í starfsmannahópnum erum þakklát fyrir gott fólk, við höfum átt farsælt samstarf við foreldra og börn og vonum að svo verði áfram. Afmælishátíðin verður mikil gleðistund fyrir okkur,“ segir Heiða Björk.

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar er að finna á heimasíðu leikskólans, kopasteinn.kopavogur.is.

Allir eru velkomnir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér