Kópasteinn fimmtugur

Kópasteinn
Leikskólinn Kópasteinn fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári en skólinn var fyrsta dagheimili í Kópavogi.

Leikskólinn Kópasteinn fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári en skólinn var fyrsta dagheimili í Kópavogi. Kennarar, starfsmenn og börn leikskólans fagna þessum tímamótum og efna til hátíðar miðvikudaginn 28. maí.

Upphaflega voru tvær dagheimilisdeildir ásamt einni leikskóladeild á Kópasteini.  Byggt var við skólann á níunda áratugnum, í dag er Kópasteinn fjögurra deilda leikskóli þar sem dvelja 76 börn.

Skólinn leggur áherslu á tónlist og skapandi starf, hefur lengi unnið með lífsleikni og þá hefur umhverfismennt og endurvinnsla verið á oddinum undanfarin ár. „Við höfum notið góðs af frábærri staðsetningu skólans og erum mjög dugleg að heimsækja menningarhús Kópavogsbæjar sem eru í næsta nágrenni,“ segir Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri Kópasteins en skólinn er á Borgarholtinu.

Starfsmannahald á Kópasteini hefur verið farsælt og margir eiga langan starfsaldur. „Við í starfsmannahópnum erum þakklát fyrir gott fólk, við höfum átt farsælt samstarf við foreldra og börn og vonum að svo verði áfram. Afmælishátíðin verður mikil gleðistund fyrir okkur,“ segir Heiða Björk.

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar er að finna á heimasíðu leikskólans, kopasteinn.kopavogur.is.

Allir eru velkomnir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,