Kópavogsbær fékk bláfánann afhentan

Kópavogsbær fékk í gær afhentan Bláfánann fyrir Ýmishöfn, smábátahöfnina við Naustavör í Fossvogi. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs veitti fánanum viðtöku fyrir hönd bæjarins ásamt Hjördísi  Ýr Johnson formanni umhverfis- og skipulagsnefndar.  Salóme Hallfreðsdóttir frá Landvernd afhenti viðurkenninguna en Landvernd afhendir Kópavogsbæ Bláfánann fyrir hönd The Foundation for Environmental Education (FEE) .

Fáninn er alþjóðleg umverfisviðurkenning fyrir smábátahafnir og baðstrendur. Þær hafnir sem skarta Bláfánanum hafa uppfyllt skilyrði um umhverfisstaðal og umhverfisfræðslu verkefnisins. Þeir eru hreint umhverfi, öryggisatriði hafnarinna, umgengni og flokkun sorps og úrgangs og markviss fræðslu á þessum þáttum.

Meginmarkmið verkefnisins er að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og þannig tryggja heilbrigði umhverfisins til framtíðar, auk þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.

Bláfáninn er mikil viðurkenning fyrir Kópavogsbæ og munu Kópavogsbær í samstarfi við siglingafélagið Ýmir standa að umhverfisfræðslu fyrir starfsmenn Kópaness og félagsmenn Ýmis og þau börn sem verða á siglinganámskeiði sumarið 2015.

Áhersla verður lögð á fræðslu um nærumhverfi hafnarinnar með uppsetningu á fróðleiksskiltum varðandi fuglalíf á svæðinu. Kópavogsbær fær að þessu sinni afhentan Bláfána í þriðja sinn fyrir Ýmishöfn. Fáninn mun blakta við höfnina í Kópavogi fram til 15. september.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,