Kópavogsbær greiðir upp erlent lán.

Kópavogsbær gekk í vikunni frá síðustu greiðslu af 35 milljóna evru láni frá Dexia-banka sem tekið var í maí 2008 til fimm ára. Þar með eru erlendar skuldir bæjarins óverulegar og gengissveiflur nánast úr sögunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Kópavogur. Lánið hjá Dexia var eingreiðslulán en vegna gjaldeyrishafta og gjaldeyrisskorts var samið um dreifingu á greiðslum á því frá mars til september 2013. Það var greitt upp með láni á mjög hagstæðum kjörum frá Lánasjóði sveitarfélaganna og það sem út af stóð var greitt með handbæru fé.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að lækka skuldir bæjarins hratt og örugglega og að endurfjármagna óhagstæð lán á betri kjörum. „Sveiflur í afkomu lækka verulega við þessa uppgreiðslu og afborganir á næstu árum verða mun lægri en í ár. Stefnt er að því að fjármagna þær afborganir að stærstum hluta með rekstrarafgangi.“

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Hilla af skyrdollum
Hafsport3
Unknown-3-1
vatnsendi
Gunnarsholmi_svaedid_1[78]
piratar_logo-1
Karen
Hlín Bjarnadóttir
Hopp