Kópavogsbær greiðir upp erlent lán.

Kópavogsbær gekk í vikunni frá síðustu greiðslu af 35 milljóna evru láni frá Dexia-banka sem tekið var í maí 2008 til fimm ára. Þar með eru erlendar skuldir bæjarins óverulegar og gengissveiflur nánast úr sögunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Kópavogur. Lánið hjá Dexia var eingreiðslulán en vegna gjaldeyrishafta og gjaldeyrisskorts var samið um dreifingu á greiðslum á því frá mars til september 2013. Það var greitt upp með láni á mjög hagstæðum kjörum frá Lánasjóði sveitarfélaganna og það sem út af stóð var greitt með handbæru fé.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að lækka skuldir bæjarins hratt og örugglega og að endurfjármagna óhagstæð lán á betri kjörum. „Sveiflur í afkomu lækka verulega við þessa uppgreiðslu og afborganir á næstu árum verða mun lægri en í ár. Stefnt er að því að fjármagna þær afborganir að stærstum hluta með rekstrarafgangi.“

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að