Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti af heilsueflingu eldri borgara í Kópavogi. Verkefnið er unnið í samstarfi UMSK, þriggja stærstu íþróttafélaganna í Kópavogi, Gerplu, Breiðbliks og HK og Kópavogsbæjar. 

Á myndinni eru frá vinstri: Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK, Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu, Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, Hanna Carla Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri HK, Eva Katrín Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri Virkni og vellíðan og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Virkni og vellíðan miðar að því að styrkja líkamlega, andlega og félagslega heilsu eldri borgara í Kópavogi. 

Framboð fjölbreyttra námskeiða í hreyfingu fyrir 60 ára og eldri verður aukið til þess að koma á móts við hæfi og getu sem flestra. Jafnframt verða skipulagðar ferðir frá félagsmiðstöðvum eldri borgara í íþróttahús íþróttafélaganna, eldri borgurum að kostnaðarlausu. 

„Með verkefninu er verið að bregðast við óskum um aukinn stuðning við íþróttastarf eldri borgara. Þá sýna rannsóknir að mikið forvarnargildi er fólgið í skipulagðri hreyfingu eldri borgara og félagslegri virkni. Það er því til mikils að vinna að fjölga í hópi eldri borgara sem geta stundað heilsurækt við hæfi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Kynningarfundir verða haldnir í Kórnum í Kópavogi kl. 17.00 og í Fífunni klukkan 20.00. Fundinum sem haldinn er klukkan 17.00 verður streymt á netinu. Boðið verður upp á skráningu í þátttöku í verkefninu í tengslum við kynningarfundina en einnig er hægt að nálgast skráningarformið á Facebook-síðu verkefnisins. 

Þess má geta að Virkni og vellíðan er unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík sem mun sjá um mælingar á árangri heilsueflingar hjá íþróttafélögunum.

Virkni og vellíðan er hluti af aukinni áherslu Kópavogsbæjar á heilsueflingu eldri borgara. Fyrr í ár tók heimaþjónusta velferðarsviðs upp nýtt verkefni í velferðatækni sem heitir DigiRehab. Í því felst að heimahreyfing og virkni eldri borgara sem dvelja mikið heima fyrir er efld með aðstoð starfmanna heimaþjónustu.

Þessi tvö verkefni eru meginstoðir aukinnar áherslu á heilsueflingu eldri borgara í Kópavogi. Markmiðið er að byggja brú milli meginstoðanna  þannig að eldri borgarar í heimaþjónustu fái það góða hreyfifærni og styrkingu í gegnum DigiRehab að þeir geti með tímanum færst yfir í Virkni og vellíðan og njóti þar viðeigandi stuðnings og skipulagðrar hreyfingar við hæfi.

Nánar um fund og skráning á viðburð

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,