Kópavogsbær kaupir í Nýja Norðurturni við Smáralind.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn að hún heimili bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á 3.489 fermetrum í Nýja Norðurturninum við Smáralind. Bæjarráð samþykkti einnig að heimila bæjarstjórn að skuldabréfaflokkur Kópavogsbæjar, KOP 15-1, sem er opinn, verði stækkaður um 1.500.000.000 kr. að nafnvirði. Flokkurinn er til 25 ára, með fjóra gjalddaga á ári. Tillagan var samþykkt með fyrirvara um að endanlegur kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarráð til samþykkis. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér