Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn að hún heimili bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á 3.489 fermetrum í Nýja Norðurturninum við Smáralind. Bæjarráð samþykkti einnig að heimila bæjarstjórn að skuldabréfaflokkur Kópavogsbæjar, KOP 15-1, sem er opinn, verði stækkaður um 1.500.000.000 kr. að nafnvirði. Flokkurinn er til 25 ára, með fjóra gjalddaga á ári. Tillagan var samþykkt með fyrirvara um að endanlegur kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarráð til samþykkis. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
