Kópavogsbær krafinn um 75 milljarða

Kópavogsbær krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Kópavogsbær krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Frá Vatnsenda. Kópavogsbær krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda.

Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Eru dómkröfur stefnenda þær að Kópavogsbær greiði þeim kr. 74.811.389.954 vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Fjárhæð varakröfu er kr. 47.558.500.000. Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi. Tilkynning frá Kópavogsbæ er svohljóðandi:

Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Kópavogsbæ hefur í fjögur skipti verið heimilað að taka land í Vatnsenda eignarnámi. Í öllum tilvikum fóru eignarnám fram á grundvelli eignarnámsheimildar frá opinberum stofnunum og ráðherra. Var Kópavogsbæ skylt að ráðstafa eignarnámsbótum til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar. Aðrir opinberir aðilar sem framkvæmt hafa eignarnám í landi Vatnsenda hafa jafnframt ráðstafað eignarnámsbótum til ábúenda jarðarinnar á hverjum tíma. Þeir opinberu aðilar eru íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun. Áréttað er að öll aðilaskipti að fasteignum eru háð þeirri grundvallarforsendu að aðilar megi treysta á réttmæti upplýsinga úr þinglýsingarbók. Önnur regla myndi leiða til gríðarlegrar óvissu um það kerfi sem gildir um skráningu eignarhalds að fasteignum á Íslandi. Kópavogsbær harmar að hann hafi verið dreginn inn í harðvítugar deilur milli erfingja að dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966. Umrætt dánarbú er enn til opinberra skipta.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,