Ritað var undir samkomulag um stofnframlag vegna kaupa á fjórum íbúðum í Kópavogi í dag. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Báðir aðilar hafa lýst yfir áhuga á frekara samstarfi.
Með íbúðunum eru félagsleg búsetuúrræði alls 471 í bænum, 433 íbúðir en önnur úrræði 38.