Kópavogsbær rekinn með tapi

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs sl. þriðjudag var fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til umræðu. Við það tilefni bókaði ég eftirfarandi:

Þrátt fyrir fjölgun íbúa í Kópavogi um rúm 2% á fyrstu 6 mánuðum ársins 2015 og stöðugt verðlag er rekstrarniðurstaða A–hluta bæjarsjóðs neikvæð um 362 m.kr. Ef horft er til rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánaða ársins 2014 þá er niðurstaðan um 600 m.kr. lakari. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að skuldbindingar og útgjöld, m.a. vegna lífeyrissjóðs og starfsmats mun leggjast þungt á fjárhagslega stöðu bæjarins á seinni hluta ársins.

Kópavogur er eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins og því mikilvægt að reksturinn skili afgangi til að lækka skuldir – ekki er endalaust hægt að reiða sig á sölu eigna. Skuldir og skuldbindingar bæjarins um mitt þetta ár nema 43,8 milljörðum króna. Það jafngildir um það bil 1,3 milljón kr. á hvern bæjarbúa. Í þessari tölu eru ekki skuldbindingar gagnvart samlagsfélögunum Strætó, Sorpu og Slökkviliðsins. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir frekari skuldsetningu ef til kæmi að kaupa 3 hæðir í Norðurturninum undir bæjarskrifstofur.

Undirritaður hefur ítrekað bent á og lagt til að innri endurskoðun verði tekin upp hjá Kópavogsbæ sem hafi m.a. það að markmiði að stuðla að hagkvæmari og skilvirkari nýtingu fjármuna. Ekkert bólar hins vegar á því hjá meirihlutanum að slík innri endurskoðun verði sett á fót.

Það er áhyggjuefni að fyrsti árshlutareikningur núverandi meirihluta skuli ekki skila meiri árangri en raun ber vitni. Í raun er um afturför að ræða en ekki framfarir í rekstri bæjarins. Það er augljóst að rekstur bæjarins þarfnast endurskoðunar. Slíkt er einfaldlega óumflýjanlegt og nauðsynlegt.

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem