Kópavogsbær rekinn með tapi

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs sl. þriðjudag var fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til umræðu. Við það tilefni bókaði ég eftirfarandi:

Þrátt fyrir fjölgun íbúa í Kópavogi um rúm 2% á fyrstu 6 mánuðum ársins 2015 og stöðugt verðlag er rekstrarniðurstaða A–hluta bæjarsjóðs neikvæð um 362 m.kr. Ef horft er til rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánaða ársins 2014 þá er niðurstaðan um 600 m.kr. lakari. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að skuldbindingar og útgjöld, m.a. vegna lífeyrissjóðs og starfsmats mun leggjast þungt á fjárhagslega stöðu bæjarins á seinni hluta ársins.

Kópavogur er eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins og því mikilvægt að reksturinn skili afgangi til að lækka skuldir – ekki er endalaust hægt að reiða sig á sölu eigna. Skuldir og skuldbindingar bæjarins um mitt þetta ár nema 43,8 milljörðum króna. Það jafngildir um það bil 1,3 milljón kr. á hvern bæjarbúa. Í þessari tölu eru ekki skuldbindingar gagnvart samlagsfélögunum Strætó, Sorpu og Slökkviliðsins. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir frekari skuldsetningu ef til kæmi að kaupa 3 hæðir í Norðurturninum undir bæjarskrifstofur.

Undirritaður hefur ítrekað bent á og lagt til að innri endurskoðun verði tekin upp hjá Kópavogsbæ sem hafi m.a. það að markmiði að stuðla að hagkvæmari og skilvirkari nýtingu fjármuna. Ekkert bólar hins vegar á því hjá meirihlutanum að slík innri endurskoðun verði sett á fót.

Það er áhyggjuefni að fyrsti árshlutareikningur núverandi meirihluta skuli ekki skila meiri árangri en raun ber vitni. Í raun er um afturför að ræða en ekki framfarir í rekstri bæjarins. Það er augljóst að rekstur bæjarins þarfnast endurskoðunar. Slíkt er einfaldlega óumflýjanlegt og nauðsynlegt.

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar