Kópavogsbær rekinn með tapi

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs sl. þriðjudag var fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til umræðu. Við það tilefni bókaði ég eftirfarandi:

Þrátt fyrir fjölgun íbúa í Kópavogi um rúm 2% á fyrstu 6 mánuðum ársins 2015 og stöðugt verðlag er rekstrarniðurstaða A–hluta bæjarsjóðs neikvæð um 362 m.kr. Ef horft er til rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánaða ársins 2014 þá er niðurstaðan um 600 m.kr. lakari. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að skuldbindingar og útgjöld, m.a. vegna lífeyrissjóðs og starfsmats mun leggjast þungt á fjárhagslega stöðu bæjarins á seinni hluta ársins.

Kópavogur er eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins og því mikilvægt að reksturinn skili afgangi til að lækka skuldir – ekki er endalaust hægt að reiða sig á sölu eigna. Skuldir og skuldbindingar bæjarins um mitt þetta ár nema 43,8 milljörðum króna. Það jafngildir um það bil 1,3 milljón kr. á hvern bæjarbúa. Í þessari tölu eru ekki skuldbindingar gagnvart samlagsfélögunum Strætó, Sorpu og Slökkviliðsins. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir frekari skuldsetningu ef til kæmi að kaupa 3 hæðir í Norðurturninum undir bæjarskrifstofur.

Undirritaður hefur ítrekað bent á og lagt til að innri endurskoðun verði tekin upp hjá Kópavogsbæ sem hafi m.a. það að markmiði að stuðla að hagkvæmari og skilvirkari nýtingu fjármuna. Ekkert bólar hins vegar á því hjá meirihlutanum að slík innri endurskoðun verði sett á fót.

Það er áhyggjuefni að fyrsti árshlutareikningur núverandi meirihluta skuli ekki skila meiri árangri en raun ber vitni. Í raun er um afturför að ræða en ekki framfarir í rekstri bæjarins. Það er augljóst að rekstur bæjarins þarfnast endurskoðunar. Slíkt er einfaldlega óumflýjanlegt og nauðsynlegt.

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

HERRAKVÖLD 2015 Nytt plagat
Stefán Karl Stefánsson.
Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
1897935_711446095578971_6609896742284474007_n
Bæjarstjórn2014
3
Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir.
Hamraborgarhátíð 2013                   (12).JPG
Söluturninn á Kársnesi