Kópavogsbær: Ríflega milljarður í rekstrarafgang – skuldir lækka um 2 milljarða

Skuldir Kópavogsbæjar lækkuðu um rúma 2 milljarða króna á árinu þrátt fyrir hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun vegna gjaldfærslu verðbóta á verðtryggðum lánum.
Skuldir Kópavogsbæjar lækkuðu um rúma 2 milljarða króna á árinu þrátt fyrir hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun vegna gjaldfærslu verðbóta á verðtryggðum lánum.

Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar var 1.192 milljónir á árinu 2013 en áætlun gerði ráð fyrir 108 milljónum. Útkoman er þannig tíu sinnum betri en áætlun gerði ráð fyrir,  munurinn eru alls 1.084 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Skýringin liggur fyrst og fremst í hagnaði vegna úthlutunar lóða sem nemur um 660 milljónum króna. Þá var gengishagnaður upp á rúmar 300 milljónir króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar sem lagður var fram i bæjarráði Kópavogs. Ársreikningurinn verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs 22. apríl. Tekjur voru 21.818 milljónir króna á árinu en bein rekstrargjöld 16.898 milljón króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir var 4.920 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam rúmum 2,8 milljörðum króna sem er í takt við áætlanir bæjarins.

Skuldir Kópavogsbæjar lækkuðu um rúma 2 milljarða króna á árinu þrátt fyrir hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun vegna gjaldfærslu verðbóta á verðtryggðum lánum.

Rekstur málaflokka gekk vel og var nálægt áætlun. Laun og launatengd gjöld samstæðu eru 1 prósent yfir áætlun en á móti kemur að skatttekjur voru 2,3% yfir áætlun og íbúum Kópavogs fjölgaði um 2% á árinu.

„Niðurgreiðsla skulda Kópavogsbæjar um tvo milljarða eru góðar fréttir fyrir Kópavogsbúa og mikill rekstrarafgangur sömuleiðis. Það er styrkur okkar að rekstraráætlanir málaflokka skuli standast en hjá Kópavogsbæ starfar hæft fólk sem hefur lagst á eitt við að láta þær standast. Þá má þess geta að uppgreiðslu erlendra lána er nánast lokið þannig að áhættuþáttur þeim tengdur er úr sögunni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

Skuldahlutfall samstæðu Kópavogsbæjar var um síðustu áramót er 185% að teknu tilliti til langtíma lífeyrisskuldbindinga en var um 242% þegar hæst var árið 2010. Hraðar gengur að greiða niður skuldir bæjarins en gert var ráð fyrir í aðlögunaráætlun sem samþykkt var í ársbyrjun 2013. Allt stefnir nú í að skuldahlutfallið verði komið undir lögbundið 150% hámark árið 2017 en aðlögunartími að því hlutfalli er til 2023.

Íbúar í Kópavogi voru 32.303 þann 1. Desember 2013 og fjölgaði þeim um 627 frá fyrra ári þegar þeir voru 31.676.

-kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér