Kópavogsbær semur um heimahreyfingu fyrir aldraða

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltúns og Ásdís Halldórsdóttir forstöðumaður heilsu- og vellíðan á Sóltúni.

Kópavogsbær og Sóltún öldrunarþjónusta hafa ritað undir samning um aðgang að velferðartækninni DigiRehab. Um er að ræða tilraunaverkefni til 24 vikna. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltún öldrunarþjónustu skrifuðu undir samninginn en þess má geta að Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið sem býður upp á þessa þjónustu sem hluta af félagslegri heimaþjónustu.

DigiRehab er einstaklingsmiðað æfingakerfi sem upprunnið er í Danmörku og notað af mörgum sveitarfélögum þar í landi. Starfsmaður heimaþjónustu kemur á heimili notanda í upphafi tólf vikna tímabils og framkvæmir greiningu á líkamlegri getu og færni í daglegu lífi.  Út frá því upphafsmati setur kerfið upp sérsniðið æfingakerfi fyrir þann notanda. Tvisvar í viku mætir sami starfsmaður heim til notanda og aðstoðar við framkvæmd æfinga sem birtast á spjaldtölvu. Hver heimsókn tekur um 20 mínútur. Eftir 6 vikur er gert endurmat á heilsu og færni og æfingaplanið uppfært.

Samningur Kópavogsbæjar og Sóltúns öldrunarþjónustu nær yfir tvö tólf vikna tímabil. 12 vikur nú í vor og 12 vikur í haust. Fimmtán notendur taka þátt í hvorri lotu og munu því samtals 30 aldraðir Kópavogsbúar taka þátt í þessu verkefni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Tónleikar1
Helga Ástvaldsdóttir
piratar_logo-1
WP_20140828_13_50_05_Pro
Breidablik_2018_Svana_3ja_England
Undirritun_Gegnheimilisofbeldi
2015-05-26 08.17.57
Skólahreysti
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir