Kópavogsbær semur um heimahreyfingu fyrir aldraða

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltúns og Ásdís Halldórsdóttir forstöðumaður heilsu- og vellíðan á Sóltúni.

Kópavogsbær og Sóltún öldrunarþjónusta hafa ritað undir samning um aðgang að velferðartækninni DigiRehab. Um er að ræða tilraunaverkefni til 24 vikna. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltún öldrunarþjónustu skrifuðu undir samninginn en þess má geta að Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið sem býður upp á þessa þjónustu sem hluta af félagslegri heimaþjónustu.

DigiRehab er einstaklingsmiðað æfingakerfi sem upprunnið er í Danmörku og notað af mörgum sveitarfélögum þar í landi. Starfsmaður heimaþjónustu kemur á heimili notanda í upphafi tólf vikna tímabils og framkvæmir greiningu á líkamlegri getu og færni í daglegu lífi.  Út frá því upphafsmati setur kerfið upp sérsniðið æfingakerfi fyrir þann notanda. Tvisvar í viku mætir sami starfsmaður heim til notanda og aðstoðar við framkvæmd æfinga sem birtast á spjaldtölvu. Hver heimsókn tekur um 20 mínútur. Eftir 6 vikur er gert endurmat á heilsu og færni og æfingaplanið uppfært.

Samningur Kópavogsbæjar og Sóltúns öldrunarþjónustu nær yfir tvö tólf vikna tímabil. 12 vikur nú í vor og 12 vikur í haust. Fimmtán notendur taka þátt í hvorri lotu og munu því samtals 30 aldraðir Kópavogsbúar taka þátt í þessu verkefni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar