Kópavogsbær semur um heimahreyfingu fyrir aldraða

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltúns og Ásdís Halldórsdóttir forstöðumaður heilsu- og vellíðan á Sóltúni.

Kópavogsbær og Sóltún öldrunarþjónusta hafa ritað undir samning um aðgang að velferðartækninni DigiRehab. Um er að ræða tilraunaverkefni til 24 vikna. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltún öldrunarþjónustu skrifuðu undir samninginn en þess má geta að Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið sem býður upp á þessa þjónustu sem hluta af félagslegri heimaþjónustu.

DigiRehab er einstaklingsmiðað æfingakerfi sem upprunnið er í Danmörku og notað af mörgum sveitarfélögum þar í landi. Starfsmaður heimaþjónustu kemur á heimili notanda í upphafi tólf vikna tímabils og framkvæmir greiningu á líkamlegri getu og færni í daglegu lífi.  Út frá því upphafsmati setur kerfið upp sérsniðið æfingakerfi fyrir þann notanda. Tvisvar í viku mætir sami starfsmaður heim til notanda og aðstoðar við framkvæmd æfinga sem birtast á spjaldtölvu. Hver heimsókn tekur um 20 mínútur. Eftir 6 vikur er gert endurmat á heilsu og færni og æfingaplanið uppfært.

Samningur Kópavogsbæjar og Sóltúns öldrunarþjónustu nær yfir tvö tólf vikna tímabil. 12 vikur nú í vor og 12 vikur í haust. Fimmtán notendur taka þátt í hvorri lotu og munu því samtals 30 aldraðir Kópavogsbúar taka þátt í þessu verkefni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn