Kópavogsbær semur um uppbyggingu í Auðbrekku

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti rammasamkomulag við fasteignafélagið Lund um uppbyggingu Auðbrekkusvæðisins á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.Í tilkynningu frá bænum segir að með samkomulaginu sé tryggt að áherslur sem fram komu í skýrslu þverpólitískrar húsnæðisnefndar nái fram að ganga á svæðinu. Lögð verður áhersla á byggingu lítilla íbúða þar sem horft er til fyrstu íbúða kaupenda. Þá tryggir Kópavogsbær sér kauprétt að 4,5% húsnæðis í hverfinu til að geta ráðstafað í tengslum við félagslega íbúðakerfið. Í samkomulaginu kemur einnig fram að reist verður hótel á lóð sem stendur við vestast á svæðinu.

„Auðbrekkan er spennandi svæði og undirbúningur að breytingum á þessu hverfi hefur gengið hraðar og betur en ég þorði aðvona. Ég er mjög ánægður með að þverpólitískar tillögur í húsnæðismálum nái strax að komast í framkvæmd eins og raunin verður á Auðbrekkusvæðinu auk þess sem ég fagna því að hverfið gangi í endurnýjun lífdaga, íbúum fjölgi og ásýnd hverfisins verði fallegri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Auðbrekkan hefur þróast á undanförnum árum frá því að vera iðnaðarsvæði yfir í verslunar- og þjónustusvæði. Fasteignafélagið Lundur er langstærsti eigandi fasteigna á Auðbrekkusvæðinu og var samstarfsaðili Kópavogsbæjar í hugmyndasamkeppni um svæðið sem efnt var til meðal arkitektastofa haustið 2014.

ASK arkitektar urðu hlutskarpastir en í hugmyndum þeirra er gert ráð fyrir blandaðri byggð atvinnu- og íbúahúsnæðis. Í framhaldinu var haldinn fjölmennur fundur fyrir íbúa og fasteignaeigendur á svæðinu.

Í kjölfar hugmyndasamkeppni og íbúafundar vann skipulags- og byggingardeild bæjarins, í samstarfi við ASK arkitekta, nýtt deiliskipulag fyrir hluta svæðisins.

Yfirlitsmynd af Auðbrekku. Mynd: Ask arkitektar.
Yfirlitsmynd af Auðbrekku. Mynd: Ask arkitektar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér