Kópavogsbær semur um uppbyggingu í Auðbrekku

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti rammasamkomulag við fasteignafélagið Lund um uppbyggingu Auðbrekkusvæðisins á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.Í tilkynningu frá bænum segir að með samkomulaginu sé tryggt að áherslur sem fram komu í skýrslu þverpólitískrar húsnæðisnefndar nái fram að ganga á svæðinu. Lögð verður áhersla á byggingu lítilla íbúða þar sem horft er til fyrstu íbúða kaupenda. Þá tryggir Kópavogsbær sér kauprétt að 4,5% húsnæðis í hverfinu til að geta ráðstafað í tengslum við félagslega íbúðakerfið. Í samkomulaginu kemur einnig fram að reist verður hótel á lóð sem stendur við vestast á svæðinu.

„Auðbrekkan er spennandi svæði og undirbúningur að breytingum á þessu hverfi hefur gengið hraðar og betur en ég þorði aðvona. Ég er mjög ánægður með að þverpólitískar tillögur í húsnæðismálum nái strax að komast í framkvæmd eins og raunin verður á Auðbrekkusvæðinu auk þess sem ég fagna því að hverfið gangi í endurnýjun lífdaga, íbúum fjölgi og ásýnd hverfisins verði fallegri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Auðbrekkan hefur þróast á undanförnum árum frá því að vera iðnaðarsvæði yfir í verslunar- og þjónustusvæði. Fasteignafélagið Lundur er langstærsti eigandi fasteigna á Auðbrekkusvæðinu og var samstarfsaðili Kópavogsbæjar í hugmyndasamkeppni um svæðið sem efnt var til meðal arkitektastofa haustið 2014.

ASK arkitektar urðu hlutskarpastir en í hugmyndum þeirra er gert ráð fyrir blandaðri byggð atvinnu- og íbúahúsnæðis. Í framhaldinu var haldinn fjölmennur fundur fyrir íbúa og fasteignaeigendur á svæðinu.

Í kjölfar hugmyndasamkeppni og íbúafundar vann skipulags- og byggingardeild bæjarins, í samstarfi við ASK arkitekta, nýtt deiliskipulag fyrir hluta svæðisins.

Yfirlitsmynd af Auðbrekku. Mynd: Ask arkitektar.
Yfirlitsmynd af Auðbrekku. Mynd: Ask arkitektar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn