Kópavogsbær semur um uppbyggingu í Auðbrekku

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti rammasamkomulag við fasteignafélagið Lund um uppbyggingu Auðbrekkusvæðisins á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.Í tilkynningu frá bænum segir að með samkomulaginu sé tryggt að áherslur sem fram komu í skýrslu þverpólitískrar húsnæðisnefndar nái fram að ganga á svæðinu. Lögð verður áhersla á byggingu lítilla íbúða þar sem horft er til fyrstu íbúða kaupenda. Þá tryggir Kópavogsbær sér kauprétt að 4,5% húsnæðis í hverfinu til að geta ráðstafað í tengslum við félagslega íbúðakerfið. Í samkomulaginu kemur einnig fram að reist verður hótel á lóð sem stendur við vestast á svæðinu.

„Auðbrekkan er spennandi svæði og undirbúningur að breytingum á þessu hverfi hefur gengið hraðar og betur en ég þorði aðvona. Ég er mjög ánægður með að þverpólitískar tillögur í húsnæðismálum nái strax að komast í framkvæmd eins og raunin verður á Auðbrekkusvæðinu auk þess sem ég fagna því að hverfið gangi í endurnýjun lífdaga, íbúum fjölgi og ásýnd hverfisins verði fallegri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Auðbrekkan hefur þróast á undanförnum árum frá því að vera iðnaðarsvæði yfir í verslunar- og þjónustusvæði. Fasteignafélagið Lundur er langstærsti eigandi fasteigna á Auðbrekkusvæðinu og var samstarfsaðili Kópavogsbæjar í hugmyndasamkeppni um svæðið sem efnt var til meðal arkitektastofa haustið 2014.

ASK arkitektar urðu hlutskarpastir en í hugmyndum þeirra er gert ráð fyrir blandaðri byggð atvinnu- og íbúahúsnæðis. Í framhaldinu var haldinn fjölmennur fundur fyrir íbúa og fasteignaeigendur á svæðinu.

Í kjölfar hugmyndasamkeppni og íbúafundar vann skipulags- og byggingardeild bæjarins, í samstarfi við ASK arkitekta, nýtt deiliskipulag fyrir hluta svæðisins.

Yfirlitsmynd af Auðbrekku. Mynd: Ask arkitektar.
Yfirlitsmynd af Auðbrekku. Mynd: Ask arkitektar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar