Kópavogsbær vill jafnræði í staðsetningu ríkisstofnana á höfuðborgarsvæðinu

Kópavogsbær fær tæplega 70 milljónir í fasteignagjöld úr ríkissjóði árlega en ríkissjóður greiðir yfir milljarð í fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar. Þá greiddi Vegagerðin tæplega 467 milljónir til göngu- og hjólastíga í Reykjavík á árunum 2011-2014 en tæplega 36 milljónir til Kópavogsbæjar. Fjallað var um þessi mál á fundi bæjarráðs Kópavogs í vikunni, en bæjarstjóri Kópavogs óskaði eftir upplýsingum um greiðslurnar í fyrirspurn annars vegar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og hins vegar til Vegagerðarinnar.

Bæjarráð beinir því til ríkisstjórnarinnar að gæta jafnræðis þegar staðsetning ríkisstofnana er ákvörðuð og segir eðlilegt að embætti Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu verði utan Reykjavíkur „…í ljósi þess að nánast allar stofnanir ríkisins á höfuðborgarsvæðinu eru innan Reykjavíkur (sbr. svar fjármálaráðuneytisins) er eðlilegt að embættið verði staðsett utan hennar,“ segir bókun bæjarráðs.

Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Vegagerðina um tengingu alls höfuðborgarsvæðisins um Fossvog. „Átak Vegagerðarinnar um uppbyggingu göngu- og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu beinst að Reykjavík. Næsti áfangi hlýtur að vera tenging alls höfuðborgarsvæðisins um Fossvog,“ segir í bókun bæjarráðs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar