Kópavogsbær vill jafnræði í staðsetningu ríkisstofnana á höfuðborgarsvæðinu

Kópavogsbær fær tæplega 70 milljónir í fasteignagjöld úr ríkissjóði árlega en ríkissjóður greiðir yfir milljarð í fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar. Þá greiddi Vegagerðin tæplega 467 milljónir til göngu- og hjólastíga í Reykjavík á árunum 2011-2014 en tæplega 36 milljónir til Kópavogsbæjar. Fjallað var um þessi mál á fundi bæjarráðs Kópavogs í vikunni, en bæjarstjóri Kópavogs óskaði eftir upplýsingum um greiðslurnar í fyrirspurn annars vegar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og hins vegar til Vegagerðarinnar.

Bæjarráð beinir því til ríkisstjórnarinnar að gæta jafnræðis þegar staðsetning ríkisstofnana er ákvörðuð og segir eðlilegt að embætti Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu verði utan Reykjavíkur „…í ljósi þess að nánast allar stofnanir ríkisins á höfuðborgarsvæðinu eru innan Reykjavíkur (sbr. svar fjármálaráðuneytisins) er eðlilegt að embættið verði staðsett utan hennar,“ segir bókun bæjarráðs.

Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Vegagerðina um tengingu alls höfuðborgarsvæðisins um Fossvog. „Átak Vegagerðarinnar um uppbyggingu göngu- og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu beinst að Reykjavík. Næsti áfangi hlýtur að vera tenging alls höfuðborgarsvæðisins um Fossvog,“ segir í bókun bæjarráðs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Guðmundur Geirdal
Kópavogur
BjarkiMarSigvaldason
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
lus
Eysteinn
2013-09-15-1778
Vinabyggd1
Gunnar Bragi Sveinsson