Söguhornið: Kópavogsbörn í lítt numdu landi.

Kópavogsbörn að leik í lítt numdu landi. Heimild: Saga Kópavogs. Ritstj, Árni Waag. Lionsklúbbur Kópavogs. 1990.
Kópavogsbörn að leik í lítt numdu landi. Heimild: Saga Kópavogs. Ritstj, Árni Waag. Lionsklúbbur Kópavogs. 1990.

Saga Kópavogs er merkilegt heimildarrit sem gefið var út í þremur bindum árið 1990 af Lionsklúbbi Kópavogs. Verkinu var ritstýrt af Árna heitnum Waag sem margir Kópavogsbúar muna eftir. Þessi skemmtilega mynd af börnum að leik í lítt numdu landi Kópavogs er líklega tekin einhverstaðar á tímabilinu 1950-1960. Myndin er tekin nálægt þar sem Kópavogsskóli stendur nú við Digranesveg, samkvæmt tilfinningu ritstjórnar – en það gæti verið algjörlega vitlaus ályktun. Ef einhver þekkir deili á börnunum sem þarna eru – og hvar og hvenær myndin er tekin má mjög gjarnan hafa samband við okkur í kfrettir@kfrettir.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

fannborg
Ólöf Rún Benediktsdóttir ásamt gesti
Birkir-Jon-Jonsson
Hjalmar_Hjalmarsson
gerda
Ossur
PicsArt_18_6_2014 22_51_33
hlatur
Bensínstöð2 Hamraborg