Saga Kópavogs er merkilegt heimildarrit sem gefið var út í þremur bindum árið 1990 af Lionsklúbbi Kópavogs. Verkinu var ritstýrt af Árna heitnum Waag sem margir Kópavogsbúar muna eftir. Þessi skemmtilega mynd af börnum að leik í lítt numdu landi Kópavogs er líklega tekin einhverstaðar á tímabilinu 1950-1960. Myndin er tekin nálægt þar sem Kópavogsskóli stendur nú við Digranesveg, samkvæmt tilfinningu ritstjórnar – en það gæti verið algjörlega vitlaus ályktun. Ef einhver þekkir deili á börnunum sem þarna eru – og hvar og hvenær myndin er tekin má mjög gjarnan hafa samband við okkur í kfrettir@kfrettir.is
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.