Kópavogsbúar duglegir að flokka sorp.

 

 

tunnurnar
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Guðrún Benediktsdóttir, formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð.

Um 21% af öllu sorpi sem fellur til í Kópavogi fer í bláu endurvinnslutunnuna en nú er nákvæmlega ár liðið síðan flokkun sorps hófst í öllu bæjarfélaginu. Þetta er mjög góður árangur. Kópavogur var fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að dreifa endurvinnslutunnum til allra bæjarbúa en markmiðið er að hvetja til endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar. Það dregur úr mengun og sorphaugar, eða landfyllingar vegna þeirra, verða minni.

Eftir breytingarnar voru tvær tunnur við hvert heimili í Kópavogi; grá tunna fyrir almennt sorp og blá tunna fyrir dagblöð, fernur, bylgjupappa, eggjabakka og annað sem sent er í endurvinnslu.  Kostnaður við bláu tunnuna var innifalinn í sorphirðugjöldum.

Kópavogi er skipt í fjögur sorphirðusvæði. Í Hvömmum, Tungum og Hjöllum fer 24% af öllu sorpi í bláu tunnuna, í Vesturbæ er hlutfallið 22%, í hverfum austan Reykjanesbrautar er hlutfallið 20% og í Brekkum, Grundum og Túnum er hlutfallið 19%.
Á tímabilinu frá Júní 2012 til júní 2013 féllu til 5.664 tonn af sorpi í öllum bænum. Þar af komu 4.472 tonn úr gráum tunnum en 1.192 tonn úr bláum tunnum.

Kópavogsbær hvetur bæjarbúa til að halda áfram á sömu braut í flokkun og bendir á grenndargáma sem taka við plastílátum í hverfum bæjarins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem