Kópavogsbúar duglegir að flokka sorp.

 

 

tunnurnar
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Guðrún Benediktsdóttir, formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð.

Um 21% af öllu sorpi sem fellur til í Kópavogi fer í bláu endurvinnslutunnuna en nú er nákvæmlega ár liðið síðan flokkun sorps hófst í öllu bæjarfélaginu. Þetta er mjög góður árangur. Kópavogur var fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að dreifa endurvinnslutunnum til allra bæjarbúa en markmiðið er að hvetja til endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar. Það dregur úr mengun og sorphaugar, eða landfyllingar vegna þeirra, verða minni.

Eftir breytingarnar voru tvær tunnur við hvert heimili í Kópavogi; grá tunna fyrir almennt sorp og blá tunna fyrir dagblöð, fernur, bylgjupappa, eggjabakka og annað sem sent er í endurvinnslu.  Kostnaður við bláu tunnuna var innifalinn í sorphirðugjöldum.

Kópavogi er skipt í fjögur sorphirðusvæði. Í Hvömmum, Tungum og Hjöllum fer 24% af öllu sorpi í bláu tunnuna, í Vesturbæ er hlutfallið 22%, í hverfum austan Reykjanesbrautar er hlutfallið 20% og í Brekkum, Grundum og Túnum er hlutfallið 19%.
Á tímabilinu frá Júní 2012 til júní 2013 féllu til 5.664 tonn af sorpi í öllum bænum. Þar af komu 4.472 tonn úr gráum tunnum en 1.192 tonn úr bláum tunnum.

Kópavogsbær hvetur bæjarbúa til að halda áfram á sömu braut í flokkun og bendir á grenndargáma sem taka við plastílátum í hverfum bæjarins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar