Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

Sigurður Ernir Axelsson og Víkingur Óli Magnússon.

Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins er fjölbreytt og má til dæmis nefna að fulltrúar ráðsins fá tækifæri til þess að koma fram og sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi og erlendis. Þar að auki er tilgangur ráðsins að passa upp á að rödd ungmenna heyrist í samfélaginu.

Molinn ungmennahús er fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Um er að ræða opið frístundastarf þar sem ungu fólki gefst kostur á að koma saman í heilbrigðu umhverfi, sinna áhugamálum sínum og takast á við uppbyggjandi verkefni. Starfsemin hefur verið með óhefðbundnu sniði undanfarið vegna heimsfaraldursins en kappkostað hefur verið við að þjónusta ungmenni eftir bestu getu. Molinn hefur mikið upp á að bjóða þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

facebook.com/molin

instagram.com/molinnungmennahus

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem