Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

Sigurður Ernir Axelsson og Víkingur Óli Magnússon.

Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins er fjölbreytt og má til dæmis nefna að fulltrúar ráðsins fá tækifæri til þess að koma fram og sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi og erlendis. Þar að auki er tilgangur ráðsins að passa upp á að rödd ungmenna heyrist í samfélaginu.

Molinn ungmennahús er fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Um er að ræða opið frístundastarf þar sem ungu fólki gefst kostur á að koma saman í heilbrigðu umhverfi, sinna áhugamálum sínum og takast á við uppbyggjandi verkefni. Starfsemin hefur verið með óhefðbundnu sniði undanfarið vegna heimsfaraldursins en kappkostað hefur verið við að þjónusta ungmenni eftir bestu getu. Molinn hefur mikið upp á að bjóða þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

facebook.com/molin

instagram.com/molinnungmennahus

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar