Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

Sigurður Ernir Axelsson og Víkingur Óli Magnússon.

Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins er fjölbreytt og má til dæmis nefna að fulltrúar ráðsins fá tækifæri til þess að koma fram og sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi og erlendis. Þar að auki er tilgangur ráðsins að passa upp á að rödd ungmenna heyrist í samfélaginu.

Molinn ungmennahús er fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Um er að ræða opið frístundastarf þar sem ungu fólki gefst kostur á að koma saman í heilbrigðu umhverfi, sinna áhugamálum sínum og takast á við uppbyggjandi verkefni. Starfsemin hefur verið með óhefðbundnu sniði undanfarið vegna heimsfaraldursins en kappkostað hefur verið við að þjónusta ungmenni eftir bestu getu. Molinn hefur mikið upp á að bjóða þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

facebook.com/molin

instagram.com/molinnungmennahus

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn