Kópavogsbúi mánaðarins

Kristinn Rúnar Kristinsson tekinn tali:

Hvað ertu búinn að búa lengi í Kópavogi?

Allt mitt líf. Fyrstu tíu árin bjó ég við Víðihvamm. Síðustu 15 árin hef ég búið með fjölskyldu minni á Digranesheiðinni. Ég gekk í Kópavogsskóla og síðar í MK. Ég æfði og lék með Breiðablik í körfu og fótbolta á yngri árum og vil eiginlega hvergi annars staðar vera en í Kópavogi.

Hverjar eru þínar helstu minningar frá Víðihvammi?

Víðihvammurinn var algjör snilld. Ég ætla mér að kaupa þar hús í náinni framtíð. Fyrstu minningar mínar þaðan eru frá því ég var að spila fótbolta út í garði með bróður mínum heitnum og spila körfu úti á stétt. Þetta voru magnaðir tímar.

Hvernig er að búa við Digranesheiði?

Það er mjög fínt. Hér er gríðarlega fallegt útsýni yfir Smárann og nýja Kópavoginn en einnig mikil umferð í kring. Ég sakna rólegheitanna úr Hvömmunum og vildi aldrei flytja þaðan. Fjölskyldan er hins vegar stór og við þurftum að stækka við okkur. Við höfum allt til alls hér þannig að ég kvarta ekki.

Hvað er það besta og versta við Kópavog?

Það besta við Kópavog er hvað bærinn er fallegur og samstaðan meðal fólksins er góð. Ég dýrka liðið mitt, Breiðablik, og finnst gaman að mæta í Smárann og á leiki. Ég á marga gamla og góða vini úr Blikunum. Það versta við Kópavoginn myndi ég segja að sé Hamraborgin, sem á að vera miðbær Kópavogs. Þar er nýtingin mjög lítil og margar tómar byggingar. Ég hef samt sem áður trú á að það vanti ekki mikið upp á þar svo hún blómstri.

Hver er fallegasti staður Kópavogs?

Fallegasti staðurinn er held ég nokkuð augljóslega Víðihvammurinn, þar sem ég sleit barnsskónum.

Hver eru skilaboð þín til Kópavogsbúa?

Við eigum endilega að halda áfram þessum samhug og þeim góða anda sem ríkir í bænum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Katrín Helga Reynisdóttir
2
Skólahljómsveit Kópavogs
starfamessa1
NEM_Hopura
UNICEF2024_3
Lestrarganga í Kópavogi
Íþróttahús HK í Kórnum.
karen 2014 3