Kópavogsbúi mánaðarins

Kristinn Rúnar Kristinsson tekinn tali:

Hvað ertu búinn að búa lengi í Kópavogi?

Allt mitt líf. Fyrstu tíu árin bjó ég við Víðihvamm. Síðustu 15 árin hef ég búið með fjölskyldu minni á Digranesheiðinni. Ég gekk í Kópavogsskóla og síðar í MK. Ég æfði og lék með Breiðablik í körfu og fótbolta á yngri árum og vil eiginlega hvergi annars staðar vera en í Kópavogi.

Hverjar eru þínar helstu minningar frá Víðihvammi?

Víðihvammurinn var algjör snilld. Ég ætla mér að kaupa þar hús í náinni framtíð. Fyrstu minningar mínar þaðan eru frá því ég var að spila fótbolta út í garði með bróður mínum heitnum og spila körfu úti á stétt. Þetta voru magnaðir tímar.

Hvernig er að búa við Digranesheiði?

Það er mjög fínt. Hér er gríðarlega fallegt útsýni yfir Smárann og nýja Kópavoginn en einnig mikil umferð í kring. Ég sakna rólegheitanna úr Hvömmunum og vildi aldrei flytja þaðan. Fjölskyldan er hins vegar stór og við þurftum að stækka við okkur. Við höfum allt til alls hér þannig að ég kvarta ekki.

Hvað er það besta og versta við Kópavog?

Það besta við Kópavog er hvað bærinn er fallegur og samstaðan meðal fólksins er góð. Ég dýrka liðið mitt, Breiðablik, og finnst gaman að mæta í Smárann og á leiki. Ég á marga gamla og góða vini úr Blikunum. Það versta við Kópavoginn myndi ég segja að sé Hamraborgin, sem á að vera miðbær Kópavogs. Þar er nýtingin mjög lítil og margar tómar byggingar. Ég hef samt sem áður trú á að það vanti ekki mikið upp á þar svo hún blómstri.

Hver er fallegasti staður Kópavogs?

Fallegasti staðurinn er held ég nokkuð augljóslega Víðihvammurinn, þar sem ég sleit barnsskónum.

Hver eru skilaboð þín til Kópavogsbúa?

Við eigum endilega að halda áfram þessum samhug og þeim góða anda sem ríkir í bænum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn