• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Kópavogsbúi og Þingeyingur greina ljósmynir úr sögu Kópavogs

Kópavogsbúi og Þingeyingur greina ljósmynir úr sögu Kópavogs
Auðun Georg Ólafsson
21/09/2019

Í tilefni af því að sextíu ár voru liðin frá því Kópavogsbær fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 2015 var ákveðið að stofna myndavef á heimasíðu bæjarins kopavogur.is. Afmælisnefnd ýtti verkefninu úr vör og vefurinn var opnaður í janúar 2016. Hann var í byrjun í umsjá upplýsingatæknideildar bæjarins en Héraðsskjalasafn Kópavogs, sem kom að undirbúningnum frá upphafi, tók að fullu við umsjá vefjarins í ársbyrjun 2019. Þeir sem hafa séð um vefinn eru Valdimar Friðrik Valdimarsson og Símon Hjalti Sverrisson.

Símon Hjalti Sverrisson, margmiðlunarfræðingur og Valdimar Friðrik Valdimarsson, sagnfræðingur.

Ljósmyndir eru ein tegund skjala og því sér Héraðsskjalasafn Kópavogs um vörsluna, að sögn Símons Hjalta. „Héraðskjalasafn Kópavogs hefur frá upphafi fengið afhent til vörslu myndasöfn einstaklinga sem tekið hafa myndir í Kópavogi. Þá eru ljósmyndir Kópavogsbæjar og stofnana hans varðveittar hjá Héraðsskjalasafninu vegna opinbers hlutverks þess. Þessi söfn eru uppistaðan í myndavefnum ásamt öðrum myndum sem til eru í Héraðsskjalasafninu, en ljósmyndir fylgja oft öðrum skjölum sem afhent eru, enda styður samhengið fróðleiksgildi ljósmynda og skjala. Miklu máli skiptir hvaðan ljósmynd kemur til að varpa ljósi á tilurð hennar og sögu. En stundum dugar það ekki til og þá er mikilvægt að fróðleiksmenn sem hafa búið í Kópavogi komi til skjalanna eins og hann Valdi, hann er afar glöggur á staði og fólk, þekkir þetta allt.“

Ljósmyndari: óþekktur.

Jafnvígur á Austur- og Vesturbæ

Valdi segist vera jafnvígur á Austurbæinn og Vesturbæinn. „Já, ég er það svona nokkurn veginn,“ segir hann og hlær. „Ég var alinn upp á Álfhólsveginum og við krakkarnir þvældumst  um allan gamla bæinn. Þá æfðum við fótbolta á Vallargerðisvelli og handbolta í íþróttahúsi Kársnesskóla. Auk þess að þekkja fólk um allan bæ þekktum við flest hús. Allur bærinn var leiksvæði og ferðast var um á hjóli eða gangandi. Ef fannst grassvæði þá var skipt í lið og spilaður fótbolti.“

Börn í skólagörðum sunnan við Kópavogsbraut. Horft í vestur í átt að Þinghólsbraut.
Ljósmyndari: Herbert Guðmundsson

Símon er ekki Kópavogsbúi en telur sjónarhornið utan frá geta hjálpað mikið. „Ekkert er sjálfsagt þegar kemur að skráningu mynda. Það að þekkja ekki Kópavogskirkju getur haft sína gagnsemi, þá skráir maður eftir heimamönnum að kirkjan heiti Kópavogskirkja en lætur hana ekki standa þarna á myndinni sem sjálfsagðan hlut án þess að nefna hana á nafn. Þetta er auðvitað hálfgert skrípadæmi, en skýrir samt gagnsemi utanaðkomenda. Svo er alltaf betra að vera sannur Þingeyingur,“ segir  Símon og glottir við tönn.

Nýta krafta Sögufélagsins

Það eru ekki bara Kópavogsbúinn og Þingeyingurinn sem greina og skrá myndir úr sögu Kópavogs. „Héraðsskjalasafnið nýtur líka krafta Sögufélags Kópavogs við að greina ljósmyndir. Í því er fólk sem getur romsað upp íbúasögu húsa í heilum hverfum,“ segja þeir félagar. „Þær hreinlega flæða sögurnar af mönnum og málefnum. Sögufélagið aðstoðar líka við að opna fróðleiksbrunna staðkunnugra með því að standa ásamt Héraðsskjalasafninu að myndgreiningarmorgnum annan hvern miðvikudag haust, vetur og vor en þeir fundir leggjast svo í sumardvala. Einnig geta glöggir gestir vefjarins sent ábendingar um myndefnið í gegnum þar til gerða ábendingarhnappa sem eru undir hverri mynd. Komið hafa mjög svo skemmtilegar og gagnlegar upplýsingar sem annars hefðu mögulega aldrei komið fram. Við hvetjum því alla til þess að notfæra sér þennan möguleika.“  

Vekur minningar

„Þessir fundir eru mjög ánægjulegir, við höfum stundum ekki hugmynd um myndefnið fyrirfram en fyrir kemur að fundarmenn sjá sjálfa sig, vini og vandamenn birtast óvænt og jafnvel gamla sénsa í sinni fornu dýrð. Fyrir augu bera horfnir staðir og byggingar, það vekur minningar og rifjar upp sögur. Myndir hafa speglast og þá giska menn á nágrannasveitarfélögin. Bílnúmerin bjarga miklu. Við eigum glöggskyggna og minnuga sérfræðinga á því sviði. Sumir eru jafnvel góðir í að greina baksvip og hnakka. Skiptingin úr vinstri umferð í hægri er ákaflega gott viðmið við tímasetningu. Kópavogsbúar hafa tollað í tískunni á öllum tímum og hárgreiðsla, föt og annar sýnilegur stíll og tíðarandi styður okkur líka. Svo muna ýmsir af gestunum samkomusali, verslanir og opinberar byggingar að innan sem utan en mörg hús hafa tekið verulegum stakkaskiptum í Kópavogi í tímans rás, að ekki sé talað um umhverfið utan dyra, götur, íþróttavelli og fleira.“

Fleiri hverfi eru komin til sögunnar í Kópavogi en gamli Austurbærinn og Vesturbærinn. Þeir félagar eru spurðir hvort eitthvað gagn sé í myndvefnum fyrir hverfi eins og Smára, Kóri, Sali, Hvörf og Þing. „Já, hiklaust,“ segja þeir Símon og Valdi. „Íbúar þessara nýju hverfa hafa margir áhuga á hvernig svæðið sem þeir búa á var áður fyrr og hvað menn sýsluðu þar. Þótt byggð sé ung er upphaf hennar strax orðin saga á fimm árum. Myndir af grunnum að stórhýsum eins og Turninum og Smáralindinni segja sitt.“

Myndir á Héraðsskjalasafn

Á myndavefnum má finna myndir frá því á fjórða áratug tuttugustu aldar og fram á okkar daga. Hernámið, Sundlaug Kópavogs, höfnin, félagsheimilið, loftmyndir, sumardagurinn fyrsti, 17.júní, íþróttavellir og opin svæði og myndbönd meðal annars. Stöðugt er verið að bæta myndum við vefinn. „Frá því að vefnum var hleypt af stokkunum hafa bæst við myndasöfn sem verið er að opna eitt af öðru. Vefurinn hefur stækkað nokkuð en alltaf má gera betur. Við hvetjum þá sem eiga myndir sem fela í sér vitnisburð um Kópavog, áður fyrr og nú, að koma á Héraðsskjalasafnið með myndasöfn sín eða foreldra sinna og myndirnar sem afi og amma tóku þegar þau voru að setjast að í Kópavogi. Héraðsskjalavörðurinn sagði að við mættum alls ekki gleyma að nefna hin skjölin; bréf og önnur skjöl, til dæmis heimilisbókhald sem ýmsir færðu áður fyrr. Afkomendur horfinna Kópavogsbúa ættu að hugsa til þess að leyfa minningu um líf þeirra og störf að lifa í skjölum á Héraðsskjalasafninu.“

Flest myndasöfn sem berast safninu eru sett á stafrænt form handa þeim sem afhentu þau. Einnig geta eigendur myndanna afhent ljósmyndir inn til Héraðsskjalasafns Kópavogs þar sem þær eru varðveittar á öruggan hátt og um ókomna tíð. Sé mynd birt á vefnum er þess gætt að tilgreina hver tók hana ef þess er nokkur kostur.
„Ljósmyndarar sem eiga myndir á vefnum eru Herbert Guðmundsson ritstjóri Voga, Kristín Þorgeirsdóttir (Krissý) ljósmyndari, Magnús Bæringur Kristinson skólastjóri, Sigurður Einarsson, Skúli Skúlason ritstjóri Framsýnar, Jóhannes Borgfjörð Birgisson (Boggi á blaðinu) svo einhverjir séu nefndir til dæmis. Svo má ekki gleyma því að margar myndir eiga sér ekki nafngreindan höfund, koma bara úr daglega lífinu frá fólki sem átti myndavél.“

Héraðskjalasafnið er að Digranesvegi 7, gamla Pósthúsinu. Þar er vel tekið á móti öllum. Hér er tengill á myndavef Kópavogs.

Efnisorðefst á baugihéraðsskjalasafnljósmyndirsagan
Fréttir
21/09/2019
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðefst á baugihéraðsskjalasafnljósmyndirsagan

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.