Kópavogsbúinn í Smáralind

Sett hefur verið upp lítil og hugguleg myndlistarsýning á fyrstu hæð Smáralindar en þar er á ferðinni listakonan og Kópavogsbúinn Harpa Dís Hákonardóttir. Hún kemur úr Kársnesinu og hefur frá unga aldri fengist við listir á einn eða annan hátt. Yfir vetrartímann stundar Harpa Dís myndlistarnám í Konstskolan Idun Lovén í Stokkhólmi en í sumar vinnur hún í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi undir verkefninu Kópavogsbúinn. Kópavogur varð 60 ára á þessu ári og að því tilefni hefur hún notað sumarið til að velta upp spurningunni um hver hinn eiginlegi Kópavogsbúi sé.

Harpa Dís

Eftir vettvangsferðir, lestur og skissuvinnu hefur Harpa Dís málað seríu olíumálverka. Á sýningunni má sjá hluta af verkum hennar en verkin verða sýnd í heild sinni á lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Molanum þann 23. júlí næstkomandi.

Sjá heimasíðu verkefnisins með því að smella hér

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð