Kópavogsbúinn í Smáralind

Listakonan og Kópavogsbúinn Harpa Dís Hákonardóttir.

Sett hefur verið upp lítil og hugguleg myndlistarsýning á fyrstu hæð Smáralindar en þar er á ferðinni listakonan og Kópavogsbúinn Harpa Dís Hákonardóttir. Hún kemur úr Kársnesinu og hefur frá unga aldri fengist við listir á einn eða annan hátt. Yfir vetrartímann stundar Harpa Dís myndlistarnám í Konstskolan Idun Lovén í Stokkhólmi en í sumar vinnur hún í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi undir verkefninu Kópavogsbúinn. Kópavogur varð 60 ára á þessu ári og að því tilefni hefur hún notað sumarið til að velta upp spurningunni um hver hinn eiginlegi Kópavogsbúi sé.

Harpa Dís

Eftir vettvangsferðir, lestur og skissuvinnu hefur Harpa Dís málað seríu olíumálverka. Á sýningunni má sjá hluta af verkum hennar en verkin verða sýnd í heild sinni á lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Molanum þann 23. júlí næstkomandi.

Sjá heimasíðu verkefnisins með því að smella hér

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem