Kópavogsbúinn í Smáralind

Listakonan og Kópavogsbúinn Harpa Dís Hákonardóttir.

Sett hefur verið upp lítil og hugguleg myndlistarsýning á fyrstu hæð Smáralindar en þar er á ferðinni listakonan og Kópavogsbúinn Harpa Dís Hákonardóttir. Hún kemur úr Kársnesinu og hefur frá unga aldri fengist við listir á einn eða annan hátt. Yfir vetrartímann stundar Harpa Dís myndlistarnám í Konstskolan Idun Lovén í Stokkhólmi en í sumar vinnur hún í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi undir verkefninu Kópavogsbúinn. Kópavogur varð 60 ára á þessu ári og að því tilefni hefur hún notað sumarið til að velta upp spurningunni um hver hinn eiginlegi Kópavogsbúi sé.

Harpa Dís

Eftir vettvangsferðir, lestur og skissuvinnu hefur Harpa Dís málað seríu olíumálverka. Á sýningunni má sjá hluta af verkum hennar en verkin verða sýnd í heild sinni á lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Molanum þann 23. júlí næstkomandi.

Sjá heimasíðu verkefnisins með því að smella hér

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar