Kópavogsdagar hefjast í dag

Kópavogsdagarnir eru frá 8 - 11 maí.
Kópavogsdagarnir eru frá 8 – 11 maí.

Kópavogsdagar, menningarhátíð Kópavogsbæjar, hefjast í dag klukkan 14.00 við Café Dix í Hamraborginni. Þar ætlar listakona Eygló Benediktsdóttir að vera með gjörninginn Líf/Leaf. Gjörningurinn felst í því að bjarga lífum með því að hengja handmáluð postulínslauf á tré við kaffihúsið. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, mun með hjálp leikskólabarna frá Kópahvoli og Læk hengja upp fyrstu laufblöðin.

Þetta er í ellefta sinn sem Kópavogsdagar eru haldnir en hátíðin stendur til sunnudagsins 11. maí. Viðburðir eru af ýmsum toga og má nefna pönkhátíð á Spot og í Molanum, ævintýraleikrit fyrir börn í Bókasafni Kópavogs, djass og franskar aríur í Tónlistarsafni Íslands, spuna og leik í húsnæði Leikfélags Kópavogs og veggjalist í Hamraborginni. Ljóð fljóta í sundlaugum bæjarins og Karlakór Kópavogs ætlar að vera á rúntinum á laugardeginum og syngja fyrir gesti víða um bæ.

Á síðasta degi hátíðarinnar verður upplýst um útnefningu heiðurslistamanns og bæjarlistamanna. Athöfnin fer fram í Gerðarsafni. Lista- og menningarráð hefur frá árinu 1988 valið heiðurslistamann en í fyrsta sinn nú eru jafnframt útnefndir bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en með síðarnefnda valinu er verið að velja efnilega listamenn til að sinna ákveðnu fræðslu – og menningarstarfi.

Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.kopavogsdagar.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn