Kópavogsdagar hefjast með sundlaugarsöng.

kopavogsdagar3

Samkór Kópavogs mun hefja menningarhátíð Kópavogsbæjar, Kópavogsdaga, með kórsöng í Sundlaug Kópavogs kl. 10, laugardaginn 4 .maí. Kórinn mun syngja sjö lög. Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kórinn mun svo gleðja sundlaugargesti Salalaugar í Kópavogi klukkutíma síðar.

Kópavogsdagar eru nú haldnir í tíunda sinn dagana 4. til 11. maí. Dagskráin er fjölbreytt að venju og sniðin fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Markmið Kópavogsdaga er að gefa bæjarbúum færi á að njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða í menningum og listum á eins konar uppskeruhátíð.

Á dagskrá eru m.a. barnatónleikar undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur í Salnum, fræðsluganga verður um Hamraborgarsvæðið og myndlistarsýningar Myndlistarfélags Kópavogs. Fjölmargir aðrir spennandi viðburðir verða einnig í boði í leikskólum, í félagsmiðstöðvum ungmenna eða hjá listamönnunum í Auðbrekku.

Eldri borgarar halda líka hátíð í félagsmiðstöð sinni Gjábakka sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir með veglegri dagskrá alla dagana. Handverkssýningar eldri borgara verða á sínum stað í Gjábakka, Gullsmára og í Boðanum um helgina.

Nánari upplýsingar um dagskrá Kópavogsdaga má finna á kopavogsdagar.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn