Kópavogsdagar hefjast með sundlaugarsöng.

kopavogsdagar3

Samkór Kópavogs mun hefja menningarhátíð Kópavogsbæjar, Kópavogsdaga, með kórsöng í Sundlaug Kópavogs kl. 10, laugardaginn 4 .maí. Kórinn mun syngja sjö lög. Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kórinn mun svo gleðja sundlaugargesti Salalaugar í Kópavogi klukkutíma síðar.

Kópavogsdagar eru nú haldnir í tíunda sinn dagana 4. til 11. maí. Dagskráin er fjölbreytt að venju og sniðin fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Markmið Kópavogsdaga er að gefa bæjarbúum færi á að njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða í menningum og listum á eins konar uppskeruhátíð.

Á dagskrá eru m.a. barnatónleikar undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur í Salnum, fræðsluganga verður um Hamraborgarsvæðið og myndlistarsýningar Myndlistarfélags Kópavogs. Fjölmargir aðrir spennandi viðburðir verða einnig í boði í leikskólum, í félagsmiðstöðvum ungmenna eða hjá listamönnunum í Auðbrekku.

Eldri borgarar halda líka hátíð í félagsmiðstöð sinni Gjábakka sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir með veglegri dagskrá alla dagana. Handverkssýningar eldri borgara verða á sínum stað í Gjábakka, Gullsmára og í Boðanum um helgina.

Nánari upplýsingar um dagskrá Kópavogsdaga má finna á kopavogsdagar.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar