Kópavogsdagar hefjast með sundlaugarsöng.

kopavogsdagar3

Samkór Kópavogs mun hefja menningarhátíð Kópavogsbæjar, Kópavogsdaga, með kórsöng í Sundlaug Kópavogs kl. 10, laugardaginn 4 .maí. Kórinn mun syngja sjö lög. Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kórinn mun svo gleðja sundlaugargesti Salalaugar í Kópavogi klukkutíma síðar.

Kópavogsdagar eru nú haldnir í tíunda sinn dagana 4. til 11. maí. Dagskráin er fjölbreytt að venju og sniðin fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Markmið Kópavogsdaga er að gefa bæjarbúum færi á að njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða í menningum og listum á eins konar uppskeruhátíð.

Á dagskrá eru m.a. barnatónleikar undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur í Salnum, fræðsluganga verður um Hamraborgarsvæðið og myndlistarsýningar Myndlistarfélags Kópavogs. Fjölmargir aðrir spennandi viðburðir verða einnig í boði í leikskólum, í félagsmiðstöðvum ungmenna eða hjá listamönnunum í Auðbrekku.

Eldri borgarar halda líka hátíð í félagsmiðstöð sinni Gjábakka sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir með veglegri dagskrá alla dagana. Handverkssýningar eldri borgara verða á sínum stað í Gjábakka, Gullsmára og í Boðanum um helgina.

Nánari upplýsingar um dagskrá Kópavogsdaga má finna á kopavogsdagar.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér