Kópavogsdagar hefjast með sundlaugarsöng.

kopavogsdagar3

Samkór Kópavogs mun hefja menningarhátíð Kópavogsbæjar, Kópavogsdaga, með kórsöng í Sundlaug Kópavogs kl. 10, laugardaginn 4 .maí. Kórinn mun syngja sjö lög. Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kórinn mun svo gleðja sundlaugargesti Salalaugar í Kópavogi klukkutíma síðar.

Kópavogsdagar eru nú haldnir í tíunda sinn dagana 4. til 11. maí. Dagskráin er fjölbreytt að venju og sniðin fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Markmið Kópavogsdaga er að gefa bæjarbúum færi á að njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða í menningum og listum á eins konar uppskeruhátíð.

Á dagskrá eru m.a. barnatónleikar undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur í Salnum, fræðsluganga verður um Hamraborgarsvæðið og myndlistarsýningar Myndlistarfélags Kópavogs. Fjölmargir aðrir spennandi viðburðir verða einnig í boði í leikskólum, í félagsmiðstöðvum ungmenna eða hjá listamönnunum í Auðbrekku.

Eldri borgarar halda líka hátíð í félagsmiðstöð sinni Gjábakka sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir með veglegri dagskrá alla dagana. Handverkssýningar eldri borgara verða á sínum stað í Gjábakka, Gullsmára og í Boðanum um helgina.

Nánari upplýsingar um dagskrá Kópavogsdaga má finna á kopavogsdagar.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,