Kópavogsdalurinn lifnar við

Lestrarganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands. Gangan á sér hliðstæðu á Akureyri þaðan sem hugmyndin er komin og hafði Barnabókasetrið forgöngu um að varða 3 km gönguleið í Akureyrarbæ bókmenntatextum fyrir alla fjölskylduna.

Kópavogsútgáfan af lestrargöngunni markar leiðina frá Leikskólalundi við Digraneskirkju í gegnum Kópavogsdalinn að aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Skemmtilegar járnbækur með textabrotum úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar hafa verið settar á ljósastaura í þægilegri lestrarhæð. Gangan fléttar því saman útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Á Akureyri eru bækurnar 26 talsins en 6 titlar bætast í hópinn hér fyrir sunnan. Sumar bækurnar munu foreldrar kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkti verkefnið og öll vinnsla járnbókanna var í höndum prentsmiðju og stálsmiðs á Akureyri. Bækling um gönguna má nálgast á Bókasafni Kópavogs og nánari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu safnsins, www.bokasafnkopavogs.is

Myndin sem hér fylgir er frá opnun göngunnar sem fór fram föstudaginn 18. ágúst. Góður hópur fólks þræddi Kópavogsdalinn í sólskininu en hluti þeirra rithöfunda sem eiga bækur í göngunni var viðstaddur opnunina og nutu bæði menn og dýr veðurblíðunnar í dalnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,