Kópavogsdalurinn lifnar við

Lestrarganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands. Gangan á sér hliðstæðu á Akureyri þaðan sem hugmyndin er komin og hafði Barnabókasetrið forgöngu um að varða 3 km gönguleið í Akureyrarbæ bókmenntatextum fyrir alla fjölskylduna.

Kópavogsútgáfan af lestrargöngunni markar leiðina frá Leikskólalundi við Digraneskirkju í gegnum Kópavogsdalinn að aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Skemmtilegar járnbækur með textabrotum úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar hafa verið settar á ljósastaura í þægilegri lestrarhæð. Gangan fléttar því saman útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Á Akureyri eru bækurnar 26 talsins en 6 titlar bætast í hópinn hér fyrir sunnan. Sumar bækurnar munu foreldrar kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkti verkefnið og öll vinnsla járnbókanna var í höndum prentsmiðju og stálsmiðs á Akureyri. Bækling um gönguna má nálgast á Bókasafni Kópavogs og nánari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu safnsins, www.bokasafnkopavogs.is

Myndin sem hér fylgir er frá opnun göngunnar sem fór fram föstudaginn 18. ágúst. Góður hópur fólks þræddi Kópavogsdalinn í sólskininu en hluti þeirra rithöfunda sem eiga bækur í göngunni var viðstaddur opnunina og nutu bæði menn og dýr veðurblíðunnar í dalnum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn