• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Kópavogsheilsan: fjórða heilsuboðorðið.

Kópavogsheilsan: fjórða heilsuboðorðið.
ritstjorn
13/08/2013

Nú hef ég þörf fyrir að deila með ykkur, elsku lesendur, fjórða boðorðinu mínu.

Sigga Karls, heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Sigga Karls, heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Ég lá upp í rúmi heima hjá mér eitt kvöldið um hánótt og hlustaði á dóttur mína gráta. Ég var með litlu puttana í sitthvoru eyranu á mér í þeirri von að ég myndi heyra örlítið minna í henni. Ég var nefnilega að reyna kenna ungabarninu mínu uppeldisfræðina, eins og fram kemur í bókunum hvernig ala eigi upp gott ungabarn. Hún hlaut að geta sofnað án þess að fá pela.

Á meðan ég lá í rúminu og starði upp í loftið þá hugsaði ég um hvort barnið mitt væri virkilega svangt. Vantaði það kannski bara nánd og faðmlag? Þá leiddi ég hugann að fjórða boðorðinu mínu.

Það var nefnilega einu sinni þannig ég gerði ekki alveg greinarmun á því hvort mig vantaði eitthvað fyrir sálina eins og tildæmis faðmlag eða hvort að líkamanum mínum vantaði eitthvað, eins og mat.

Þegar mér leið illa, fékk lágar einkunnir í skólanum, var undir álagi eða var búin að koma illa fram við einhvern endaði ég með bland í poka fyrir framan sjónvarpið.

Það var líka þannig að ef mér gekk ofsalega vel í einhverju, hafði staðið mig vel yfir daginn, fékk ég mér mat.

Svo leið mér oft þannig að ég var hvort sem er búin að borða óhollt að ég gæti alveg eins fengið mér snickers. Það myndi ekki breyta neinu.

Stundum var ég eirðalaus. Leiddist eitthvað í rigningunni, þá var alveg tilvalið að finna sér eitthvað ætilegt og lesa góða bók.

Svo var það félagsskapurinn. Ísrúntur, matarveislur og kaffiboð voru mikið tilhlökkunarefni og kætti mitt hjarta mikið. Það var svo góð tilfinning að hlakka til. Mér leið vel á meðan.

Var ég svöng? Þurfti líkaminn minn í alvöru næringu?……

…..eða þurfti ég bara eitt gott faðmlag?

Kannski þurfti sálin mín bara næringu. Ekki líkaminn.

Mér finnst það tengjast svo mikið fjórða boðorðinu mínu: Borðaðu!  – en á réttum forsendum.

Mér finnst líkaminn minn vera stundum eins og fyrirtæki. Ef starfsmennirnir fá ekki að borða á matmálstímum þá minnkar starfsgetan. Ef þeir fá ekki pásur, þá minnkar líka starfsgetan. Líkaminn þarf að fá næringu allan daginn, helst 6 sinnum  á dag. Ef hann fær ekki að borða nema einu sinni til tvisvar á dag þá hægir hann á allri starfseminni og setur orkuna í „geymsluna“ sína sem er í mörgum tilfellum rassinn á okkur eða lærin. Svo situr orkan þar, sem fita, þangað til við eyðum henni upp. Með hreyfingu.

Með reglulegu matarræði hjálpum við líkamanum að starfa eðlilega. Fyrst þegar ég las þessa kenningu, að borða reglulega, sex sinnum á dag grennir mann, var ég yfir mig hneyksluð. Borða OFTAR og grennast??  En ég áttaði mig ekki á því að það þýðir ekki að borða 6 pulsur með remó á dag og halda því fram að maður er í reglulegu matarræði og ætti að grennast. Þið áttið ykkur á þessu.

Fyrir sjö árum síðan, þegar ég ákvað að taka til í skrokknum og toppstykkinu þá byrjaði ég á að borða 6 – 7 sinnum á dag. Litlar krúttlegar máltíðir sem voru nokkuð litríkar og litu út fyrir að vera hollari en súkkulaðistykkin. Þó umbúðirnar af súkkulaðinu voru alveg jafn litríkar.

Eftir árið hafði ég losað mig við 9 kíló. Ég hætti engu.

Ég fór bara skyndilega að BORÐA.

Það sem ég gerði líka var að breyta hugarfarinu mínu til matar. Ég fór að hugsa um mat sem næringu til að geta haft orku yfir daginn, ekki sem huggun eða verðlaun.

Ég hætti að hugsa með tungunni.

Fjórða boðorðið mitt er því mjög ánægjulegt boðorð. Borðaðu! – en á réttum forsendum.

Það má borða. En gaman.

Það var einhvern tímann sagt við mig að Sunnudagar væri til sælu. Kannski liggur sælan ekki í að borða eins og ég held stundum. Einhverstaðar er líka skrifað að það sé sælla að gefa en þiggja. Hvernig væri að nýta þennan sunnudag í að gefa eitthvað af sér….hrós, bros eða þakklæti og sjá hvort sálin verði nokkuð svöng eftir á. Kannski er það sælla en að gefa líkamanum að borða.

Takk fyrir að lesa pistlana mína. Ég verð svo sæl þegar ég get gefið af mér og deilt reynslu minni til annarra sem vilja þiggja.

Njótið vikunnar og verið góð við hvert annað og sjálfa ykkur! Þið eruð frábær eins og þið eruð, munið það.

Kærleikur,

Ykkar Sigga

Heilbrigð Heilsuráðgjöf er hér á Facebook.

 

Efnisorð
Mannlíf
13/08/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.